Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2015 Janúar

11.01.2015 11:53

Frá Hólatúni

Nú er fengitíminn búinn hér á Berserkseyri og gekk vel. Fullorðnu hrútarnir allir heilir, við vorum með fjóra lambhrúta,einn undan sæðishrútnum Ás sem heitir Ása-Þór og var notaður á 16 ær annan undan sæðishrútnum Sigurfara sem heitir Litli Hamar og var notaður á 20 ær þriðji undan sæðishrútnum Garra hann heitir Gellir og sýndi engri kind áhuga og lembdi enga fjórði er undan félagshrútnum Hamri og heitir Áskell og var notaður á 9 ær svo var höfðinginn sjálfur hann Hamar hjá okkur 11.-12. des og lembdi hann 9 ær það gengu ekki fleiri þessa daga. Ég set hér mynd af okkur Hamri þegar að við vorum að kveðjast svo stökk hann uppí bíl hjá Laugu og var farin innað Hraunhálsi að sinna ám takk fyrir mig.

 

09.01.2015 22:41

Frá Hvarfi

 

Gleðilegt nýtt ár

Það er nú þannig með mann um áramót þá horfir maður aðeins um öxl

og lítur yfir farinn vegog þá fer maður um hina ýmsu dali hugans,

 þá kemur nú ýmislegt í ljós sem hugurinn hefur verið að malla,

eitt og annað var fiktað aðeins við þó sauðfjárræktin hafi nú fengið

samt mestan tímann í hugsun og verki.

Það er nú líka allt í lagi að upplifa smá af sumri og litum núna

þar sem tíðin er nú ekkert spennandi um þessar mundir þó

að komi fallegur dagur inn á milli.

Við vorum aðeins að fikta við jurtir, ber og blómarækt.

Settum niður fræ og baunir og það kom upp svolítið.

Uppskera í Hvarfi sumarið 2014

 

 

Sáðum fyrir steinselju sem gaf vel af sér í sumar og fram á haust.

 

 

Heyfengur af túninu í Hvarfi.

 

 


Grænkálið varð stórt og mikið.

 

 

Gulrætur voru frekar smáar þetta árið.

 

 

Bláberja runni prófaður, og komu nokkur ber.

 

 

Settum niður litlar baunir og upp komu baunagrös sem báru blóm.

 

 

Nokkrir svona belgir komu.

 

 

Snjóbaunir, spennandi ræktun og prýðisgóð uppskera.

 

 

Jarðarber eða skinaldin.

 

 

Rósir.

 

 

Sáðum fyrir morgunfrúm sem lifðu vel fram í Nóvember.

 

Svo er líka komið niður Rabbarbari, Rifsberjarunnar og Sólberjarunnar sem lifðu síðasta vetur af og stækkuðu töluvert síðasta sumar.

Svo er náttúrulega sauðfjárræktin kapítuli út af fyrir sig heart

 

03.01.2015 23:30

Litur

 


Hvaða litareinkenni er á þessu dökka lambi ? 

 

Flettingar í dag: 155
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 447
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 139096
Samtals gestir: 20033
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 08:44:30