Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

11.01.2015 11:53

Frá Hólatúni

Nú er fengitíminn búinn hér á Berserkseyri og gekk vel. Fullorðnu hrútarnir allir heilir, við vorum með fjóra lambhrúta,einn undan sæðishrútnum Ás sem heitir Ása-Þór og var notaður á 16 ær annan undan sæðishrútnum Sigurfara sem heitir Litli Hamar og var notaður á 20 ær þriðji undan sæðishrútnum Garra hann heitir Gellir og sýndi engri kind áhuga og lembdi enga fjórði er undan félagshrútnum Hamri og heitir Áskell og var notaður á 9 ær svo var höfðinginn sjálfur hann Hamar hjá okkur 11.-12. des og lembdi hann 9 ær það gengu ekki fleiri þessa daga. Ég set hér mynd af okkur Hamri þegar að við vorum að kveðjast svo stökk hann uppí bíl hjá Laugu og var farin innað Hraunhálsi að sinna ám takk fyrir mig.

 
Flettingar í dag: 494
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 626
Gestir í gær: 112
Samtals flettingar: 142942
Samtals gestir: 20805
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:04:21