Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2012 Febrúar

27.02.2012 18:05

Yfirlitsskýrsla 2011.


Afurðaskýrsla 2011
Eldri ær og veturgamlar.



Yfirlit hér




24.02.2012 21:08

Frá Hvarfi, fósturvísatalning.


jæja nú erum við búin að jafna okkur eftir talninguna.
Hún var nú ekki alveg eins og við ráðgerðum.
en þetta sleppur nú allt saman, við fáum fullt af lömbum.

Fullorðnar ær: 3 einlembdar af 9, hinar með tvö. Meðaltal 1.67
2 vetra ær: 1 með tvö lömb. Meðaltal 2
Gemlingar: 3 tvílembdir af 5, hinar með eitt. Meðaltal 1.6

7 ær af 10 héldu hjá okkur í sæðingum.
það var ágætt hjá þeim,
6 tvílembdar og 1 með eitt
Þá ættum við að fá 6 lömb undan Púka, 6 lömb undan Gosa og eitt lamb undan Grábotna ef allt blessast.

Þrjár einlembdar þar af ein sædd, en hinar tvær voru þær sem gengu upp úr sæðingunum sem er stundum að gerast hvernig sem stendur á því?

Af dætrum sæðingahrúta

Þróttsdóttir með 2 lömbemoticon
Raftsdóttir með 1 lambemoticon
2 Kveiksdætur önnur með 2 lömb hin með 1 lambemoticon
Hukkadóttir gemlingur með 2 lömbemoticon

Og nú fer spennan að magnast upp, 8 og 1/2 vika í fyrstu lömbin hjá okkur.




19.02.2012 11:28

Konudagur.


Til hamingju með daginn konur




15.02.2012 16:44

Fósturvísatalning í Nýræktinni 2012

Það var aldeilis frábær og skemmtilegur laugardagur s.l. hjá okkur í Nýræktinni.
Þá Kom Guðbrandur með sónartækið til okkar og sónaði hjá 10 Nýræktarbændum auk Ögurs í Stykkishólmi.


Margt var um manninn og skemmtilegt og spennan alveg gífurleg.
Hver er með mestu frjósemina?
Ein fjórlemba emoticon
fannst á svæðinu og er hún í eigu næst nýjustu bændanna í Nýræktinni sem ekki eru enn komnir í félagið en stendur vonandi til bóta, Heimir og Valdi Kúld.


Þetta eru aðalmennirnir okkar sem fá þrefalt húrra fyrir að gera þetta mögulegt fyrir okkur.
Það var svo í Holtaseli sem frábært hlaðborð af kaffibrauði beið okkar í millipásu og á eftir, því það var hátíð hjá okkur og var flaggað í tilefni dagsins.

Þetta var algjörlega meiriháttar dagur.
Ég setti inn fullt af myndum af því tilefni.

Sjá myndir hér

Myndirnar eru í flokk sem kallast félagsstarf.

Takk fyrir samveruna á góðum degi.

Flettingar í dag: 269
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 420
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 141790
Samtals gestir: 20598
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 22:31:15