Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

24.02.2012 21:08

Frá Hvarfi, fósturvísatalning.


jæja nú erum við búin að jafna okkur eftir talninguna.
Hún var nú ekki alveg eins og við ráðgerðum.
en þetta sleppur nú allt saman, við fáum fullt af lömbum.

Fullorðnar ær: 3 einlembdar af 9, hinar með tvö. Meðaltal 1.67
2 vetra ær: 1 með tvö lömb. Meðaltal 2
Gemlingar: 3 tvílembdir af 5, hinar með eitt. Meðaltal 1.6

7 ær af 10 héldu hjá okkur í sæðingum.
það var ágætt hjá þeim,
6 tvílembdar og 1 með eitt
Þá ættum við að fá 6 lömb undan Púka, 6 lömb undan Gosa og eitt lamb undan Grábotna ef allt blessast.

Þrjár einlembdar þar af ein sædd, en hinar tvær voru þær sem gengu upp úr sæðingunum sem er stundum að gerast hvernig sem stendur á því?

Af dætrum sæðingahrúta

Þróttsdóttir með 2 lömbemoticon
Raftsdóttir með 1 lambemoticon
2 Kveiksdætur önnur með 2 lömb hin með 1 lambemoticon
Hukkadóttir gemlingur með 2 lömbemoticon

Og nú fer spennan að magnast upp, 8 og 1/2 vika í fyrstu lömbin hjá okkur.




Flettingar í dag: 311
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 393
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 137597
Samtals gestir: 19805
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 19:16:22