Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

11.10.2021 13:09

Héraðssýning Lambhrúta

Þá er loks komið að því eftir eitt ár í covid  pásu ætlum við að halda glæsilega sýningu.

 

Fyrri Héraðssýning lambhrúta verður haldin laugardaginn 16 okt á Gaul í Snæfellsbæ kl 13:00.

 

Seinni sýningin verður svo sama dag kl 20:30 í Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi.

Þar verða líka veitingar í boði.

 

Á fyrri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.

Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu verður frítt fyrir börn.

 

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem hefur vakið svo mikla lukku og skemmtun.  

Þeir sem hafa áhuga á að  krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. 

Vegleg verðlaun í boði.

Engin posi verður á staðnum.

 

Verðlauna afhending verður svo á seinni sýningunni í Haukatungu Syðri 2  fyrir báðar sýningarnar.

 

 

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.

Það verður mikið spáð og þukklað.

 

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

 

Hér er fyrrum skjaldhafi árið 2019 Snæbjörn á Neðri hól. Það var svo gaman að sjá að annar en hviti flokkurinn gæti fengið skjöldinn en þarna fékk hrútur úr mislita flokknum skjöldinn. Svo gaman þetta verður spennandi að sjá hvert hann fer núna og endilega gerið ykkur glaðan dag og eigum skemmtilega sýningu saman. Sjáumst hress og kát.

 

Kv Sauðfjárræktarfélögin

Flettingar í dag: 726
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 3462
Gestir í gær: 493
Samtals flettingar: 149083
Samtals gestir: 21797
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 14:52:41