Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

15.11.2012 23:06

Afkvæmi kollóttu sæðishrútanna

Þá er komið að lömbunum undan kollóttu sæðishrútunum.
Við fengum þrjú lömb undan Dal, eina gimbrin sem við fengum undan honum var sett á hún fékk 17,5 í læri og mældist með 31 í bakvöðva.


Hérna fyrir ofan er gimbrin undan Dal, það var ekki nokkur leið að ná af henni mynd nema að vera hérna megin við girðinguna því annars var hún komin alltof nærri myndavélinni mér virðist lömbin undan Dal ætla að verða áberandi gæf og þroska mikil en mættu vera með betri lærahold, þó flokkaðist hrúturinn sem fór í slátur betur en ég hafði búist við en hann var 24,4 kg og fór í U3 svo kannski leyna þau á sér.
Hérna fyrir neðan er svo Dalsonurinn sem var settur á.




Ljúfur skilaði okkur sex lömbum Þrjár gimbrar voru settar á og fengu tvær af þeim 18 í læri en ein 17,5 bakvöðvin var 29, 30 og 32.  Ein gimbur og báðir hrútarnir fóru í slátur og flokkuðust svona ;  16,2 R2,  19,4 U3,  22,0 U3



Hérna fyrir ofan er ein af dætrum  Ljúfs en hún er þrílembingu undan tvævetlu settum aðra systur hennar einnig á.


Þessi er undan Ljúf og dóttur Frakkssonar, Lömbin undan Ljúf komu betur út en ég hafði búist við og vonandi eiga gimbrarnar eftir að standa undir væntingum hvað varðar afurðarsemi.
Þá á ég bara bara eftir að koma með myndir af afkvæmum Sigurfara en það verður að bíða betri tíma.

Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 447
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 139112
Samtals gestir: 20037
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:22:14