Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

11.11.2012 22:01

Framh. stigun og/ sláturmat...

Þá er komið af lömbunum hans Grábotna en við fengum 6 lömb undan honum settum tvær gimbrar á önnur var með 17,5 í læri og 30 í bakvöðva en hin var með 18 í læri en 28 í bakvöðva. þau sem enduðu í sláturhúsi flokkuðust svona 15,5 R3, 15,4 R3, 20,0 U3 og18,7 U3+


Þessi fyrir miðju er dóttir Grábotna en eins og sjá má var móðir hennar kollótt.


Þessi er líka Grábotnadóttir en móðir hannar var einnig kollótt og það skal tekið fram að hún er nú ekki með svona háar herðar heldur er svört gimbur þarna fyrir aftan han emoticon 
Við fengum fjögur lömb undan Þrótt seldum einn hrút en hin rötuðu í sláturhús og var flokkunin eftirfarandi 15,9 U2, 18,9 U2 og 18,6 E3 væri alveg til í að eignast fleiri lömb undan Þrótt held þetta sé ekkert svo galinn hrútur.


Þarna er svo Þróttssonurinn sem á nú lögheimili í Borgarfirðinum.

Þá er komið að "floppara" haustsins hjá okkur en það var Snævar lömbin hans fóru öll  í sláturhúsið og flokkuðust svona 16,9 R+, 15,7 R3 og 17,4 R3+  Það verður nú samt að segjast honum til varnar að það mættu nokkrir prýðilegir hrútar á héraðsýninguna þó okkar lömb undan honum hafi verið létt, ljót og feit

Við notuðum ekki fleiri hyrnda sæðishrúta svo næst kem ég með myndir af sæðislömbum undan kollóttu hrútunum.

En ég má nú til með að setja inn hérna fyrir neðan mynd af flottustu hyndu gimbrinni sem við settum á þetta haustið en hún er undan Vafa 09-510  það er þessi hyrnda fremst á myndinni
, seldum gimbrina á móti henni.
.








Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 447
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 139160
Samtals gestir: 20057
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:01:00