Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

22.07.2012 17:48

Sumarkveðja.


Nú hljóta allir að vera glaðir með rigninguna, er þá ekki tilvalið að senda sumarkveðju.
emoticon

Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar,  lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár,
nú fellur heitur haddur þinn
á hvíta jökulinn.



Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika á kinn,
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu æ
úr suðri hlýjan blæ.



Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali og klæðir allt,
og gangirðu undir, gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
 og heiðarvötnin blá.



 Svo er alltaf gaman að syngja þessa sumarkveðju.
emoticon


Ljóð Páll Ólafsson (1827-1905)
Myndir Þorsteinn Kúld, Sigríður Sóley og Helga.

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 447
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 139092
Samtals gestir: 20032
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 08:18:15