Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

15.07.2012 13:11

Frá Hraunhálsi

Auglýsingin hérna fyrir neðan minnir mann á að það fer að styttast í haustið. Þá er ekki seinna vænna en að fara að setja hérna inn myndir frá liðnu vori.
Það viðraði vel fyrir lambfé í vor þurrt og mun hlýrra en síðasta vor enda sóttu þær lítið heim eftir að þeim var sleppt út á túnið með einstaka undartekningum þó.
Hérna er mynd af Bliku og öðru lambinu hennar en hún er með tvo hrúta undan Ljúf frá Árbæ, við sæddum fjórar með honum en ein gekk upp og því fengum við 5 gimbrar og 2 hrúta í allt undan Ljúf.
Er mjög spennt fyrir gimbrunum undan honum, annars voru lömbin hans ekki að vekja neina sérstaka athygli mína fyrir glæsileik í vor en það á kanski eftir að breytast í haust.

Þarna er Blika að kvart yfir því hvort ég ætli virkilega ekki að fara að koma mér í fjósið því hún viti nú hvar fóðurbætirinn sé geymdur.

Við fengum 11 lömb undan Sigurfara frá Smáhömrum, fjóra hrúta og sjö gimbrar, sæddum 5 ær með honum og þar af tvo gemsa og þær héldu allar. Var mjög hrifin af lömbunum undan Sigurfara þau voru frekar fíngerð og ekki nema í meðalagi að lengd en svona fyrir minn smekk mjög falleg og holdþétt lömb. Hérna áður fyrr fannst mér hrútarnir frá Smáhömrum stundum vera að gefa frekar stór og gróf lömb nema helst Eir, svo lömbin náðu stundum ekki nægum þroska hérna hjá okkur sem erum ekki með eins góða haga. En það brást ekki að þetta væru feikna afurðarsamar kindur.


Hérna fyrir ofan er svo Snót með tvo hrúta og eina gimbur undan Sigurfara. Hún fær að ganga á túninu í sumar þar sem hún fékk ígerð í klaufirnar í vor og endaði á pensilíni en er greinilega öll að braggast. þessi mynd er tekin einn morgunin fyir stuttu.


Hérna er svo nær mynd af þeim hvíta.
Læt þetta duga í bili set inn fleiri myndir seinna.

Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 3462
Gestir í gær: 493
Samtals flettingar: 148840
Samtals gestir: 21793
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 10:11:12