Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

02.05.2012 19:25

Frá Hvarfi.

Íslenska sauðkindin er alveg mögnuð og ótrúlegustu hlutir koma uppá.
Það má segja það að kindin Gjöf sé að verða löng saga því það er alltaf eitthvað sem segja má frá henni.

Gjöf 08-012 
 F: Gjafi 07-507 Kjalvegi  FF: Sprettur 05-389 Kjalvegi   MF: Klettur 05-505 Hólatúni.

Það gekk ekki þrautalaust að komast í heiminn fyrir albróðir Kolbeins.
Við vissum það að móðir Kolbeins hún Gjöf væri einlemd eftir sónartalningu sem stóðst alveg en við áttum aukalamb sem við vildum koma undir hana.
Eftir miklar vangaveltur og góð ráð frá góðum vinum var ákveðið að nota saltpækilsaðferðina. Hún tók lambið og var ægilega ánægð og hélt hún væri búin að bera en það var nú öðru nær, ekki gekk að ná hennar lambi út svo þá varð að hafa samband við Hjalta, nýja dýralækninn okkar,en hann er sem betur fer hér í Stykkishólmi, og það var ákveðið að framkvæma keisaraskurð sem gekk alveg prýðilega og báðum heilsast mjög vel. En þá var spurning hvort hún vildi tökulambið aftur þegar heim var komið því við skildum það eftir, en hún efaðist ekki um það lamb og þau voru sátt og sæl eftir allt saman.


Gjöf 08-012  eigandi Ármann Guðni Hallvarðsson

Kóngur heitir hann segir eigandinn.
Þetta hrútlamb er alveg ný sort ekkert líkur bróður sínum nema kanski liturinn, mjög háfættur, en sennilega er stærðin að plata mann, Kolbeinn var töluvert minni.

Hér er svo litla fjölskyldan, sumir stærri en aðrir og sumir 5 dögum eldri en aðrir.
Þetta var nú svolítið ævintýri fyrir okkur, við höfum aldrei lent með kind í keisara.
emoticon


Flettingar í dag: 3
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 511
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 142962
Samtals gestir: 20822
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 00:06:44