Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

11.04.2012 18:16

Fundargerð

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis, haldinn í  Verkalýðshúsi Stykkishólms 2. Apríl 2012

Formaður Eiríkur Helgason setti fundinn  og bauð fundarmenn velkomna.

Skýrsla formanns.

16 apríl var farinn menningar ferð um Skarðsströnd og dali góð mæting og frábær ferð.

 Formaður fór á formanna fundinn að Hvanneyri í september þar sem hauststarfið var rætt svo og  lambaskoðun,  hrútasýningar,  sæðingaskipulag og fleira

 Hrútasýningin okkar fór fram 2 október að Hraunhálsi og var vel sótt . Í  1. sæti í kollóttaflokknum var 10-437 Usli frá Hraunhálsi ,2 sæti 10-405 Bali frá Ögri, 3 sæti 10-434 Gneisti frá Hraunhálsi. Í mislitaflokknum var í fyrstasæti 10-155 Kolbeinn frá Hvarfi, 2 sætið 10-205 Bassi frá Grafarbakka,  3 sæti 10-502 Tenór frá Hólatúni. Í hyrnda flokknum var í fyrsta sæti 10-435 Kappi frá Hraunháls,i 2 sæti 10-181 frá Högna Bærings, 3 sætið 10-505 Bolti frá Hólatúni. Í lambhrútakeppninni  var í fyrsta sæti lamb númer 130 svartur kollóttur frá Hraunhálsi, 2. sæti lamb númer 619 hvítur hyrndur frá Gríshóll, 3. sæti lamb númer 5 hyrndur flekkóttur frá Hólatúni.

 Héraðssýningin var haldinn að Haukatungu Syðri 2  og Bjarnarhöfn  14.  og 15.  okt. um 100 hrútar tóku þátt og rúm 100 manns komu að sjá og gera sér góðan dag  í 1. Sæti var mislitur svartur kollóttur hrútur frá Hraunhálsi, í  2 sæti svartur botnóttur frá Haukatungu syðri 2 og í 3. sæti var svo svartur hyndur frá Hofstöðum.

 Kollóttir 1. sæti lamb frá Hjarðarfelli undan Snæ, 2 sæti lamb frá Hjarðarfelli undan Boga, og í 3 sæti var svo lamb frá Bjarnarhöfn undan Frosta.  Hyrndir í 1. sæti lamb frá Haukatungu Syðri 2 undan Gosa 2 lamb frá Gaul undan Hriflon 3 lamb frá Hjarðarfelli undan Frosta

 Á héraðssýningunni voru einnig  í fyrsta sinn veittar viðurkenningar  fyrir ær en þar var reiknað út kynbótamat (BLUP) þeirra. 1.sæti var Skrá  06-629  frá Mýrdal, í  2. Sæti Móra Nótt  06-649  frá Ystu Görðum og í  3. Sæti ær nr. 06-607 frá Hjarðarfelli .

 Eftirtaldir hrútar hafa hæsta kynbótamat(BLUP) í  félaginu okkar,  fyrir frjósemi voru þrír efstir og jafnir með 113 stig 07-445 Lumbri frá Hraunhálsi, 09-117 Klettur frá Gríshóli,10-623 frá Bjarnarhöfn. fyrir mjólkurlagni var efstur með 118 stig 10-165 Skjöldur frá Þingvöllum

 fyrir gerð var efstur með 126 stig 08-449 Hrammur frá Hraunhálsi fyrir fitu var efstur með 128 stig 08-391 Fífill frá Selskógum og efstur fyrir heild með 120 stig 09-120 Skuggi frá Gríshóli.

 Hæstu afurðir eftir á í félaginu var Gunni Jóns með 43,3 kíló árið 2010  og með hæstu gerð var Hraunháls með 10,2.

Reikningar. Gjaldkeri Þorsteinn K Björnsson gerði grein fyrir reikningum félagsins, eign í árslok 2011 var 563.601 kr. Þar af er í ferðasjóði 60.727 kr. Ekki hefur en borist styrkurinn frá Bændasamtökunum.

Inntaka nýrra félaga. Eftirtaldir aðilar sóttu um inngöngu í félagið; Kristinn Pálsson Birkilundi, Sif Matthíasdóttir og Jörundur Svavarsson Hrísakoti, Nadine Walters Norðurási, Benjamín Ölversson Mattabletti, Valdimar Kúld Björnsson Betlehem og Sæþór Þorbergsson Hólatúni. Voru þau að sjálfsögðu öll boðin velkomin í félagið. Benjamín Ölversson kom með vísu í tilefni að inngöngu sinni í félagið og hljóðar hún svona.

 

Heilsi ykkur Dísir

Að höfðingja sið

Þuklandi kindur

Og það undir kvið

Bið ég um inngöngu

Í félagið

Trúlega eitthvað

Sem formanni líkar við.

 

(En þið hin eruð nú ekki sloppin við bíðum en eftir fleiri vísum).

                                                  

Afhending verðlaunaskjala.  Veitt voru verðlaunaskjöl fyrir bestu veturgömlu hrútana þ.e.a.s. í hyrndum- kollóttum- og mislitumflokki og en fremur fyrir þrjá bestu lambhrútana, bryddað var uppá þeirri nýjung að afhenda líka verðlaun fyrir bestu fimm vetra ærnar í félaginu samkvæmt kynbótamati (BLUP) sama aðferð notuð við þá útreikninga og er á héraðssýningunni. Sú ær sem lenti í fyrsta sæti er frá Gríshóli en hún er nr. 06-225 einkunn 112,3  faðir er Faldur 02-043 ff. Lóði 00-871 mf. Bjargvættur 97-869. Í öðru sæti er ær nr. 06-207 einnig frá Gríshóli einkunn 110,3 faðir Erill 04-002 ff. Úði 01-912 mf. Gaumur 03-049.

Í þriðja sæti er svo ær frá Bjarnarhöfn nr. 06-429 einkunn 109,9 faðir Rússi 03-938.  

           

Kosningar.  Ritari Guðlaug Sigurðardóttir sagði af sér og var henni þökkuð góð störf í gegnum árin . Brynjar Hildibrandson bauð sig fram til ritara starfa  og var hann kosinn nýr ritari félagsins..

Önnur mál. Rætt var um hvort áhugi væri hjá félagsmönnum að halda áfram að vera með heimasíðu og var almennur áhugi á því. Félagsmenn voru svo  hvattir til að vera duglegir að setja eitthvað inná síðuna. Helga Guðmundsdóttir og Guðlaug Sigurðardóttir voru síðan skipaðar síðustjórar og félags mönnum bent á að hafa samband við þær ef þeir þyrftu á aðstoða að halda við innsetningu á efni.

 Einnig voru  vigtar mál reifuð og lögð áhersla á það að fara vel með vigtirnar og alls ekki að geyma þær úti og skila þeim aftur fljótt eftir notkun.  Niðurstaðan var sú að félagið hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að endurnýja þær né kaupa fleiri.

 Umræða var um hvenær besti tíminn væri fyrir hrútasýningu félagsins hvort ætti að reyna að halda hana á virkum degi til að lágmarka kostnað en talið var að það gæti dregið úr þátttöku.  Steini Kúld kom með tillögu að því að félagið mundi kaupa kynbótahrút og félagsmenn gætu farið saman í ferð til að velja hann og væri þá betra að taka með sér ráðunaut til að velja hann. Hugmynd væri að hafa sama snið á notkun hans og fjármögnun og fjárræktarfélagið Neisti í Hörgárdal er með þ.e,a.s. að setja félagsgjöld á og borga afnotagjald af hrútnum , var almennur áhugi á að skoða málið.

Í tilefni af 60 ára afmæli félagsins var ákveðið að skipa í sérstaka afmælisnefnd sem sjá ætti um að halda uppá það með einhverjum hætti og nefndina skipa  Gunnar Jónsson, Sæþór Þorbergsson og Þorsteinn k Björnsson. Voru sumir félagsmenn ekki sáttir við það að fá ekki tertu á fundinum.

Fleira ekki gjört og fundi slitið. Þeir sem mættu á fundinn voru; Guðmundur Benjamínsson, Hilmar Hallvarðsson, Sif Mattíhasdóttir, Nadine Walters, Sæþór Þorbergsson, Sigríður H. Sigurðardóttir, Brynjar Hildibrandsson, Þorsteinn Jónasson, Benjamín Ölversson, Kristinn M. Pálsson, Helga Guðmundsdóttir, Þorsteinn K. Björnsson, Hannes Gunnarsson, Högni Bæringsson,  Jóhannes E. Ragnarsson,  Eiríkur Helgason og Guðlaug Sigurðardóttir.  

 

 

 

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 141149
Samtals gestir: 20522
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 06:36:25