Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

12.02.2012 17:45

Frá Lyngási

Hannes Gunnarsson er lengi búinn að vera bóndi á Lyngási í Nýræktinni í Stykkishólmi. Hann er að jafnaði með 12-14 ær og 1-2 hrúta.
Hannes byrjar sinn fjárbúskap hjá Kalla Torfa í Nesi í Stykkishólmi 1960 með eina kind.
1962 setur Hannes tvær ær á og eignast fjárhús á Tanganum þar sem húsið Ægisgata 5 stendur núna.
1964 flytur Hannes með bústofninn í Nýræktina í fjárhúsið sem stendur við Zimsenblett  og er þar í einn vetur.
Síðan fékk hann lyngásinn og keypti bílskúr af Árna Helgasyni, sagaði í sundur byggði upp og bætti en þá náði Lyngás yfir þar sem skógræktin er frá vegi sem er í gegnum ásinn og að húsi hans. Þá eru komin 50 ár síðan Hannes hóf sinn fjárbúskap í eigin fjárhúsi í
Stykkishólmi.
Það er alveg tilefni til að fagna hálfraraldar búskap ef minn reikningur er réttur?


Hannes tók þátt í fóstuvísatalningunni með okkur og var frjósemin góð hjá honum eins og alltaf. Ein ær þrílembd en aðrar ær tvílembdar. En eitthvað var að gerast hjá tvævetlunum hans tveimur, en hjá báðum vorum lömbin dauð, ekki skemmtilegt það.
Það var flottur hrútur sem fæddist hjá Hannesi vorið 2010 og var hann skoðaður um haustið og fékk aldeilis góða dóma:
10-247 Bjartur
Þ: 55   Ómv: 31   Ómf: 3.6   L: 4.5   F: 110
8 - 8.5 - 9 - 9 - 8.5 - 18 - 9 - 8 - 8.5 = 86.5
Alhvítur og mjög fallegur hrútur, þriðji hæst stigaði lambhrútur í félaginu haustið 2010, en ég á enga mynd af honum því miður.

F: 07-502 Stefnir frá Hólatúni  (eig: Hannes Gunnarsson Lyngási)
M: 07-111 Svört ( eig: Hannes Gunnarsson Lyngási)
FF: 99-914 Partur (sæðingastöð)
MF: 05-200 Móri frá Hjarðarfelli  (eig: Þorsteinn Jónasson Grafarbakka)

Ég setti inn nokkrar myndir sem ég hef sett inn í albúm undir flokknum félagsmenn og nafninu Lyngás  sjá hér  myndir
Hannes skilaði inn góðri vísu þegar hann gekk í félagið eins og fram hefur komið og langar mig að leyfa henni að fylgja hér með

Ég fjárrækt iðka eins og þið
og ætla ég að ganga
fjárræktar í félagið
á föstudaginn langa.

Félagið okkar er að verða svo vinsælt eins og sjá má á síðustu fundargerð að það er synd ef skil á vísum verður hætt því skora ég á nýju félagsmennina að hafa til vísur fyrir næsta aðalfund sem fer að bresta á fljótlega.


Flettingar í dag: 246
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 301
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 142068
Samtals gestir: 20611
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 09:31:49