Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

20.04.2011 18:18

Ferðasaga 2 kafli

Jæja svo skal haldið áfram inn í Ytri Fagradal. Þar tók á móti okkur Guðmundur Gíslason bóndi ásamt fjölskyldu sem tóku alveg frábærlega vel á móti okkur, sýndu okkur og sögðu frá því sem þau eru að vinna að t.d. byggingu fjárhúss, fjárræktinni, og mörgu fleira áhugaverðu. Það var tekið á móti okkur með skemmtilegu veisluborði og snilldarinnar hvannalambakjötsúpu með góðu brauði mmmh algjört æði. Eftir matinn var boðið upp á kaffi með meiru og krækiberjalíkjör sem er algjörlega frábær. Það var fætt eitt lamb sem er gimbur algjör drottning. Myndir voru víða um fjárhúsið af því sem heimamenn hafa fengist við og afurðatölur á blöðum um búið.
Veisluborðið.

Eftir að allir voru mettir var ótrúlega skemmtilegt skoðað, okkur boðið inn í vísinda og menningastofnunina. Þar var Dodge árg. 1970 sem Guðmundur var búinn að eyða 1500 klukkustundum í og sjóða 5 fermetra af járni, hann verður búinn nýjum sætum og innréttingum. Glæsilegur bíll hjá honum.

Verst að það náðist ekki betri mynd en glæsilegur er þessi bíll og mikil vinna sem liggur á bak við hann.
 myndinni eru Guðmundur, Sveinn, Gunnlaugur, Gunnar og valdimar.

Í Ytri Fagradal bjó Héðinn F. Valdimarsson okkar frábæri fararstjóri. Hann var frá fermingu að fimmtugu í Fagradal en þá kom hann í Stykkishólm.
Héðinn átti kindur fyrst þrjár og þær voru orðnar nær fimmtíu þegar hann fór.
Hann hafði slægjur og beit fyrir sínar kindur og átti alltaf nóg af heyi.

 Stefán Skafti Steinólfsson og Héðinn F. Valdimarsson  ánægðir að hittast.
Hér var tekið sérstaklega vel á móti okkur með hlýju og bros á vör og færum við þeim miklar þakkir fyrir frábæra móttöku.Virkilega gaman að koma í Ytir Fagradal.

Ég setti fleiri myndir í myndaalbúm.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Kveðja Helga.

Flettingar í dag: 399
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 141500
Samtals gestir: 20557
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 21:22:12