Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2013 Janúar

31.01.2013 18:45

Auglýsing.

 

Fósturtalning verður í Nýræktinni sunnudaginn 10. Febrúar 2013 kl. 8.00

Þeir sem hafa áhuga á að vera með hafi samband við Högna Bæringsson.

yes

 

 

22.01.2013 15:47

Bjarnarhöfn - hundar

Allt að  fara í hundana hjá okkur í Bjarnarhöfn ?
 
Í ársbyrjun 2001 fengum við fyrsta Border Collie hvolpinn okkar,
tömdum hann um sumarið og gerði hann mikið gagn strax fyrsta haustið.
Hann reyndist mjög vel í allri kindavinnu, bæði í leitum og vinnu heimavið.
 
Síðan höfum við alltaf verið með einn  til tvo hunda og geldfé í hólfi til að þjálfa
þá í, í fyrstu bara yfir sumarið en núorði mest allt árið.
 
Nú eru hundarnir orðnir þrír.
 
Patti  sjö ára frá Þóru í Görðum. Yfirvegaður en grjótharður,
hvort sem þarf að ná óþekkum klettarollum eða bara færa lambær milli hólfa.
 
Gulli á öðru ári, fyrrverandi malbikshundur sem kom til okkar í sumar.
Meiningin var að temja hann og selja svo,  ef hann yrði nógu góður.
Það hefur gengið mjög vel með hann og hæpið að við tímum að láta hann.
 
 
Þrist frá Daðastöðum gaf frúin mér í afmælisgjöf og kom hann hingað í byrjun des.
Hann hefur gríðarlegan áhuga á kindum og vildi strax fá að hjálpa til.
 
Fyrir um ári síðan fórum við að taka að okkur hunda í tamningu, þá eru stundum
tveir til þrír auka  hundar á bænum og mikið fjör.
 
 
Þetta er Lotta hans Eiríks Helga.
Flott tík, með mikla orku sem þarf að hemja og kenna henni að nota á réttan hátt.
 

 

 

 

Hér stilla Gulli og Patti sér upp  með tveimur nemum.
Nemarnir heita Bingó og Gufa og eru frá Fremri Gufudal..
Töluverð eftirspurn er eftir tamningu ,enda margir sauðfjárbændur sem hafa hug á
að koma sér upp fjárhundi eða endurnýja þann gamla en hafa ekki aðstæður
til að sinna honum sem skyldi.
 

14.01.2013 21:42

Frá Hraunhálsi.



Núna þegar farið er að síga á seinnihlutan á fengitímanum og sennilega er honum víða lokið, er ekki úr vegi að fara að spá í fósturtalningu. Sagt er að best sé að telja fóstrin á bilinu 45 til 90 dögum eftir fang.
 
Það var talið hjá okkur í fyrra 11. febrúar en við byrjuðum þá að hleypa til 8. desember, ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun á fengitímanum má segja að fóstrin hefðu átt að vera á bilinu 45 til 65 daga gömul og var það svo hjá lang flestum ánnum en nokkrar gengu upp og voru því talsvert seinni.
Talningin stóðst í vor hjá þeim ám sem voru með nægilega gömul fóstur þegat talið var. Það voru bara ærnar sem báru síðast þ.e.a.s. í lok maí og byrjun júní sem ekki komu rétt út og er ekki við talningar mannin að sakast þar.
Ég fór að skoða niðurstöðurnar eftir vorið til að reyna að sjá hvenær fóstrin eru of ung til að mark sé takandi á talningunni.

Sturlun (veturgömul) gekk 5. jan.fóstur 37 daga talin í henni 2 lömb hún bar 25. maí tveimur lömbum

Gæs gekk 7. jan fóstur 35 daga talið eitt lamb hún bar 5. júní einu lambi.


Völ gekk 9 jan fóstur 33 daga talin tvö lömb bar 31. maí tveimur lömbum.

Ágjöf gekk 9. jan fóstur 33 daga talið eitt lamb bar 28 maí tveimur lömbum.

Ísöld (veturgömul) 11. jan dautt fóstur 31 daga bar 1. júni einu lambi.

Snegla gekk 13 jan. geld fóstur 29 daga, bar 4. júní tveimur lömbum.

Kápa gekk 15 jan fóstur 27 daga talið eitt lamb bar 5. júní tveimur lömbu
m.

Ja hver er svo niðurstaðan? 33 dagar  fróðlegt væri nú að frétta af ykkar reynslu kæru lesendur.


12.01.2013 23:00

Afnot félagsmanna af Jökli 12-503




Álfhóll  2 ær
Hrísakot  11 ær
Hvarf  8 ær
Ásvellir  1 ær
Mattablettur  1 ær
Einarsstaðir  6 ær
Helgafell  20 ær
Selskógar  4 ær
Grafarbakki  4 ær
Þingvellir  6 ær
Hólatún ll  2 ær
Ögur  5 ær
Bjarnarhöfn  16 ær
Hraunháls  4 ær
Gríshóll  7 ær
Hólatún l  10 ær


10.01.2013 21:59

Jökull 12-503




Það gekk vel hjá Jökli í Desember.
Ég hef tekið saman fjöldan, það voru 111 ær sem fóru undir hann.
Svakalega duglegur.
Planið með hann gekk vel hjá okkur og dekstrað var við hann,
búið að meta holdafar hans sem er gott.
emoticon

 
Flettingar í dag: 365
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 511
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 143324
Samtals gestir: 20981
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 18:05:23