Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Flokkur: Héraðssýning snæfellssnes

18.10.2022 05:38

Héraðssýning Lambhrúta 2022

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 22 okt.

Sýningin skiptist í tvo hluta milli sauðfjárvarnarlína.

Fyrri hluti sýningarinnar verður í Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi og hefst kl 13:00.

Seinni hluti sýningarninnar verður svo í framhaldi sama dag kl 16:00

í Tungu Fróðarhreppi.

Á þeim hluta sýningarinnar verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi.

Það verður 500 kr fyrir kaffi og kræsingar og frítt fyrir börn.

Það verður svo gimbrahappdrættið okkar sem hefur vakið mikla stemmingu og spennu og þeir sem hafa áhuga á að fá sér miða verða þeir seldir á staðnum og kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði. Engin posi verður á staðum.

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með gripina sína og sjá aðra. Það verður mikið spáð og þukklað.

Verðlauna afhending verður svo í lokin á seinni hluta sýningarinnar í Tungu.

Minnum fyrrum vinningshafa að koma með verðlaunagripina með sér.

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi.
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta.
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda.
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta.

Kv Sauðfjárræktarfélögin

12.10.2019 12:18

Héraðsýning lambhrúta 2019

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2019

 

Fyrri sýningin fer fram föstudaginn 18. október á Haukatungu Syðri 2 í Kolbeinsstaðarhreppi

og hefst kl 20:30.

 

Áframhald fer framm laugardaginn 19.október í Bjarnarhöfn Helgafellssveit og hefst kl 13:00.

Á þeirri sýningu verða veitingar í boði gegn vægu gjaldi til að fá aðeins upp í kostnað sýningarinnar.

Það verður sem sagt 500 kr á mann ef menn vilja gæða sér á kræsingum og kaffi og að sjálfsögðu

verður frítt fyrir börn.

 

Það verður svo áfram lambahappdrættið sem hefur vakið svo mikla lukku og skemmtun.  

Þeir sem hafa áhuga á að 

krækja sér í miða þá mun miðinn kosta 1000 kr. Vegleg verðlaun í boði.

Engin posi verður á staðnum.

 

Verðlauna afhending verður svo að lokinni sýningu í Bjarnarhöfn  fyrir báðar sýningarnar.

 

Allir velkomnir og áhugafólk um sauðfjárrækt er auðvitað hvatt til að mæta með sína gripi og sjá aðra.

Það verður mikið spáð og þukklað.

 

 

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi. 
* Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum. 
* Hrútar verða að vera fæddir á Snæfellsnesi og því má ekki koma með aðkeypta hrúta. 
* Allir hrúta skulu vera stigaðir, þeir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun. 
* Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki gert, er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni. 
* Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, og 3 mislita og/eða ferhyrnda. 
* Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við um mislita og ferhyrnda hrúta. 

 

Sjáumst hress og kát og eigum góðan dag saman.

25.10.2015 22:32

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi

Héraðssýning  var haldinn 16. og 17. október og var góð mæting bæði af fólki og fé


Bendi á góða umfjöllun um sýninguna í máli og myndum hjá Dísu http://isak.123.is/blog/2015/10/20/738324/

 Fyrir þá sem ekki gátu mætt á sýninguna set ég hér inn yfirlit yfir þá hrúta sem kepptu vestan megin girðingar efstir eru hyrndir hvítir lamhrútar.

 

 

 

 

 

 

 

 

  

23.10.2013 13:52

Úrslit héraðsýningarinnar

Héraðssýning lambhrúta í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var tvískipt að venju, var sýningin austan varnargirðingar haldin í Haukatungu-syðri2 Kolbeinsstaðarhreppi 18 okt. og daginn eftir á Hömrum í Eyrasveit. Á sýninguna í Haukatungu var mætt með 21 hrút en á Hömrum  mættu til leiks 38 hrútar svo samanlagt kepptu að þessu sinni 59 hrútar. Veitt voru verðlaun í þremur efstu sætunum í hverjum flokki þ.e.a.s. í flokki hyrndra, kollóttra og mislitra auk þess voru verðlaunaðar þrjár efstu ær í kynbótamati fæddar árið 2008. Jón Viðar og Lárus mættu til að velja sigurvegarana og fórst það vel úr hendi eins og vænta mátti.

Efstu ær í kynbótamati voru ;

Smella 08-530 frá Jöfra einkunn 115,3 

08-153 frá Bergi einkunn 115,

Læðan 08-008 frá Hraunsmúla einkunn 112,0

Undan gengin ár hafa bekrar undan sæðishrútunum verið í talsverðum meirihluta á héraðsýningunum en nú brá svo við að af 59 hrútum sem mættu á sýninguna voru einungis 23 tilkomnir við sæðingar Kvistur átti flesta syni eða fimm, fjórir af þeim kepptu í flokki mislitra. Drífandi og Prúður áttu þrjá hvor, Rafall , Ás, Hergill, Soffi og Snær áttu tvo hver, Knapi og Steri áttu svo sinn hvorn hrútinn, Steri var eini kollurinn sem átti afkvæmi á sýningunni. þarna voru samankomnir margir glæsilegir hrútar sem gaman var að sjá og þukla, takk fyrir skemmtilegan dag.

Í fyrsta sæti í kollótta flokknum var hrútur frá Hjarðarfelli nr. 223 faðir hans er Sindri 10-759 en hann er sonur Magna 06-730 þess magnaða hrúts.

 

Harpa á Hjarðarfelli með hrútinn sem var í fyrsta sæti kollóttra, eins og sjá má er þetta glæsilegur hrútur.

Í öðru sæti var einnig hrútur frá Hjarðarfelli nr.906  faðir hans er Strengur 10-759 en Strengur er sonur Boga 04-814.

Í þriðja sæti var svo hrútur frá Ólafi Tryggvasyni Grundarfirði nr. 12 faðir Spakur en Spakur er frá Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði  sonur Ljúfs 08-859.

Í mislita flokknum var hrútur frá Sigurði Gylfasyni Tungu nr 48 en faðir hans er Draumur frá Mávahlíð.


Hrúturinn hans Sigga sem vann í flokki mislitra en hann er svartbotnuhosóttur hrikalega fallegur hrútur.

Í öðru sæti var hrútur frá Kristbirni Hraunsmúla nr 40 faðir Drífandi 11-895.

í þriðja sæti var svo hrútur nr. 826 frá Eggerti á Hofstöðum undan Lása 10-258 en Lási er undan Grábotna 06-833

Í hyrnda flokknum var í fyrsta sæti  hrútur frá Hjarðarfelli nr. 430 faðir Klaki 11-772 en Klaki er sonur Frosta 07-843

Lambhrútur nr. 430 frá Hjarðarfelli sem valin var besti hrútur sýningarinnar flottur hrútur og það verður spennandi að fylgjast með afkvæmum hans í framtíðinn.

Í öðru sæti var hrútur  nr. 865 frá Herdísi í Mávahlíð undan Blika 12-001 en Bliki er undan Gosa 09-850.

Í þriðja sæti var svo hrútur nr. 22 frá þeim bræðrum Bæring og Hermanni Stykkishólmi faðir Galsi 11-551 en Galsi er Borðasonur 08-838 frá Bjarnarhöfn.

Harpa og Guðbjartur á Hjarðarfelli með héraðsmeisarann.

 Allt voru þetta glæsilegir gripir og eigendum til sóma, til hamingju vinningshafar með frábæran árangur í ræktunarstarfinu.

Vil bend ykkur á góða umfjöllun og myndir á heimasíðu Búa þar koma einnig fram stigin á hrútunum.

 

01.11.2012 11:59

Héraðsýning 2012


Héraðssýning lambhrúta á Snæfellssnesi 2012

Það gekk aldeilis vel hjá félögum í okkar félagi, þeim Laugu og Eyberg á héraðssýningu lambhrúta á Snæfellssnesi 19 og 20. Október s.l.
Tveir lambhrútar frá Hraunhálsbúinu röðuðu sér í toppsætin á sýningunni.
Glæsilegur árangur það.
TIL HAMINGJU LAUGA OG EYBERG.

Héraðsmeistarinn kom frá Dalsmynni.

Innilega til hamingju með glæsilegan hrút Dalsmynni.


Hyrndir hvítir hrútar
1. Sæti

Lamb nr. 78 frá Dalsmynni   Þungi 53   fótl 111   ómv 37   ómf 4.3   óml 4.5
8 - 9 - 9 - 9 - 8.5 - 18.5 - 7.5 - 8 - 8 =85.5
F: Ásbjörn 11-004  FF: Borði 08-838  MF: At 06-806

2. Sæti
Lamb nr. 12   frá Fáskrúðarbakka   Þungi 51   fótl 112   ómv 37   ómf 2.6   óml 5
8 - 8.5 - 9 - 9 - 9 - 18 - 8 - 8 - 8.5 =86
F: Blakkur 07-865   FF: Kveikur 05-965   MF: 01-883

3. Sæti
Lamb nr. 126 frá Óttari Sveinbjörnssyni Kjalvegi  
Þungi 48   fótl 108   ómv 36   ómf 2.9   óml 5
8 - 8.5 - 8.5 - 9 - 9.5 - 19 - 7.5 - 8 - 8.5 = 86.5
F: Klettur 10-397   FF: Kveikur 05-965   MF: Prjónn 07-812


Verðlaunahafar fyrir hyrnda hvíta hrúta.

Kollóttir hvítir hrútar

 1. Sæti
Lamb nr. 158 frá Hraunhálsi   Þungi 48   fótl 112   ómv 34   ómf 4.5   óml 4.5
8 - 8.5 - 8.5 - 9.5 - 9 - 18 - 8 - 8 - 8.5 =86
F: Lumbri 07-445   FF: Máni 03-975   MF: Frakkson 03-974

2. Sæti
Lamb nr. 414 frá Hjarðarfelli   Þungi 43   fótl. 108   ómv 32   ómf 2.7   óml 5
8 - 8 - 8.5 - 9.5 - 9 - 18 - 9 - 8 - 8.5 = 86.5
F: Snær 10-761   FF: Lokkur 09-752   MF: Kjói 04-816

3. Sæti
Lamb nr. 11 frá ólafi Tryggvasyni Grundarfirði  
 Þungi 49   fótl 105   ómv 30   ómf 4.2   óml 4
8 - 9 - 9 - 8.5 - 9 - 18 - 8.5 - 8 - 8.5 = 86.5
F: Búri 10-601   FF: Grettir 09-509   MF: Klettur 05-505


Verðlaunahafar fyrir kollótta hvíta hrúta.

Mislitir hrútar

1. Sæti
Lamb nr. 163 frá Hraunhálsi   Þungi 51   fótl 111   ómv 32   ómf 2.7   óml 4.5
8 - 8.5 - 8.5 - 9 - 9 - 18.5 - 8 - 8 - 8 = 85.5
F: Sváfnir 11-441   FF: Lumbri 07-445   MF: Hrammur 08-449

2. Sæti
Lamb nr. 23 frá Mýrdal   Þungi 56   fótl 110   ómv 33   ómf 4.3   óml 5
8 - 9 - 8.5 - 9 - 8.5 - 18 - 8 - 8 - 8.5 = 85.5
F: At 06-806   FF: Cat 04-992      MF  Fróði 04-963
3. Sæti
Lamb nr. 598 frá Minni-Borg   þungi 50   fótl 103   ómv 35   ómf 3.8   óml 4  
8 - 9 - 9 - 9 - 9 - 18 - 8 - 8 - 8 = 86
F: Hringur 11-151   FF: Fannar 07-808   MF: Grábotni 06-833


Verðlaunahafar fyrir mislita hrúta.

Ærnar verðlaunaðar
Fimmvetra ær, en einkunnin er fundin út frá þeim þremur meginþáttum sem kynbótamat er reiknað fyrir og vega allir þættir jafnt.
 

Einkunn 116,3 fékk ærin Von 07-378 frá Jörva.  Faðir Erpur 919 frá Heydalsá
Einkunn 115,5 fékk ærin 07-084 frá Bergi.   Faðir Hrollur Lásasonur 944.
Einkunn 114,5 fékk ærin Lóa 07-904 frá Bíldhól. Faðir Glanni Lásasonur 944.
Einkunn 113,3 fékk ærin 07-738 frá Hjarðafelli. Faðir Tvistur Álssonur 868 
Einkunn 112,5 fékk ærin Höfuðlausn 07-069 frá Hraunsmúla. Faðir Skundi Lundasonur 945.
 

Að lokum tekur Guðný Linda Gísladóttir frá Dalsmynni við verðlaunaskyldinum.
En það voru Lárus Birgisson og Eyjólfur Bjarnasson sem dæmdu.
Glæsileg sýning og hrós til allra sem stóðu að baki þessa sýningahalds.

Sjá fleiri myndir hér.
 
Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 511
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 143209
Samtals gestir: 20907
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 08:34:08