Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2009 Desember

24.12.2009 00:03

Jólakveðja

Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis 
óskar öllum félögum og velunnurum gleðilegrar jóla og farsældar á  nýju ræktunarári. 

20.12.2009 09:47

Hrútar

Þá er það hrúturinn Grettir 09-509 á Berserkseyri, Grettir er gráflekkóttur kollóttur með hörkulegan svip jafnvaxinn og bollengd í góðu meðallagi. Grettir er ákveðinn hrútur.F: Skrauti 07-826 M:Gáta 07-034 MF:Dropi 05-507 , Grettir var 49 kg í september og fótleggur 107 ómv 29-2,9-3,5
stig 8,0-8,5-8,5-8,5-8,5-18,0-7,5-8,0-8,5=84,0

15.12.2009 21:27

Uppgjör frá Hraunhálsi

Niðurstöður úr skýrsluhaldinu á Hraunhálsi.

Á meðan við bíðum spennt eftir frekari kynningu á lambhrútum félagsins hjá Eiríki datt mér í hug að deila með ykkur niðurstöðum haustin samkvæmt fjárvis.

 Þetta haustið enduðu óvenju fá lömb í sláturhúsi og voru það aðalega hrútlömb, gimbrarnar voru flestar annað hvort seldar eða settar á heima. Lang flestum lömbunum var slátrað um miðjan sept.
Fjöldi 74 fallþ. 18,4 gerð 10,2 og fita 7,7

Fimm hrútar náðu nægilegum fjölda til að komast í uppgjör á lifandi lömbum.( gimbrar)
Nafn                    faðir          fj.  þungi   ómv.   ómf.   lag.    framp.  Læri    ull     eink.
Hrammur 08-449  Völundur   5    42,2     30,6   3       4,3     8,5       17,8    8,5   132,9
Kakali  07-444     Kveikur     12   44,6     29,1   3       3,9     8,5       17,4    7,8   110,9
Lumbri 07-445     Máni         9     41,2     28,0   3,1     3,8    8,4      17,4    8,3    96,7
Úlfur 07-446        Óttar         6     44,8     27,7   3,2     4,2    8,4      17,6    7,8    86,2
Völundur 07-442  Spakur     15    42,1     27,2   2,9     3,9    8,5      17,5   8,2    76,7

Einungis tveir hrútar náðu tilskyldum fjölda hrútlamba.
Kakali                               5     47,2     31,6   2,5     4,4      8,4     17,6   7,9    110,7
Völundur                           5     48,6     30,0   2,8      3,9      8,4     17,5   8,3     88,0

Fjórir hrútar voru með nægilegan fjölda sláturlamba fyrir kjötmatsuppgjörið í fjárvís..
Nafn      fj.     fallþ.    gerð  fita     eink.
Kakali   14    18,6    10,4   7,1    113,5
Völundur 14   17,6    9,7    7,0     103,1
Úlfur       10    18,3    9,8    7,6      94,4
Lumbri    14    17,8    10,1  8,1      85,5

Eftirtaldir hrútar náðu ekki nægum fjölda sláturlamba til að það fengjust marktækar niðurstöður en leyfi þeim að fylgja með til gamans.
Úlfljótur (Úlfsson)  fj. 5 fallþ. 16,5   gerð 9,2  fita 8,6  ( einngöngu gemlingslömb)
Hrammur             fj. 4 fallþ.  20,1   gerð 12,5  fita 9,3
Kastali (Garpsson) fj. 3  fallþ. 23,5  gerð 12,0  fita 9,7

08.12.2009 16:42

hrútar

Þá er komið að hrútnum Vafa 09-510 frá Berserkseyri hann er í eigu Eiríks Helgasonar, Vafi er hvitur hyrndur, nokkuð bolangur og ákaflega gæfur. F:Þróttur 04-991. M:Lind 06-002. 
MF:Lækur 02-031. Vafi var 52 kíló í september og 111 á fótlegg,
 ómv 37-1,9-5,0 stig 8,0-8,5-8,5-10-9,0-19,0-8,0-8,0-8,5=87,5

03.12.2009 21:10

Heimtur hjá bændum í Hvarfi

Laugardaginn 21 nóvember fóru Steini Kúld og Brynjar ásamt hundinum Patta og hjóli í leit að kindum sem höfðu haldið sig í klettum í Bjarnarhafnarfjalli en voru komnar aðeins neðar og þá gafst færi. Heimtist okkur tvær fullorðnar ær með tvö hrútlömb með sér. Þær eru alsystur undan Kveik frá Hesti, Önnur var með tvö lömb en hin með eitt hrútlamb. Þessi fyrrnefnda var með hrút og gimbur undan Fannari frá ytri Skógum sem okkur tókst að sæða með sólahringsgömlu sæði, og vorum við gasalega ánægð með okkuremoticon að hafa tekist það. En því miður fórst lambgimbrin, við gengum fram á hana dauða í miðri hlíð í byrjun nóvember emoticon . Þar sem lítið pláss er hjá okkur í Hvarfi bjargaði Eiríkur okkur um húspláss yfir hrútlömbin og þar eru þeir í góðu yfirlæti. Já það er gott að eiga góða að Brynjar og Eiríkur takk fyrir okkur. Þannig er það,emoticon að hjá okkur er til sölu lambhrútur sem er ekki með lambadóm, hann er hvítur hyrndur, tvílembingur og faðir hans er Otur 08-504 og móðir er Kráka 07-009, móðurfaðir Kveikur 05-965 og föðurfaðir er Bifur 06-994. Snotur hrútur.
En nú erum við að hefja sæðingar. Sæðum á öðru gangmáli frá svampaúrtöku og sæðum í þrjá daga en segi frá því seinna verð að vita fyrst hvort þetta kemst á síðuna. Kveðja frá Hvarfi.




Flettingar í dag: 415
Gestir í dag: 197
Flettingar í gær: 511
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 143374
Samtals gestir: 21016
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 20:17:33