Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2016 Ágúst

15.08.2016 16:41

Spennandi tímar fram undan







Landskeppni smalahunda 2016

Síðustu helgi ágústmánaðar verður landskeppni Smalahundafélags Íslands haldin í Dalasýslu í samstarfi félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Keppni fer fram daganna 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Keppnin hefst klukkan 10:00, báða daganna.

Dómari verður Bevis Jordan en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum. Daganna á undan mun Bevis bjóða uppá námskeið / leiðsögn fyrir þá sem eru að temja fjárhunda á Snæfellsnesi.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum smalahunda:

- A flokkur, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B flokk.
- B flokkur, fyrir hunda 3 ára og eldri sem ekki hafa náð 50 stigum í keppni.
- Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára.

Skráningar í keppnina fara fram hjá Eyjólfi í síma 862-0384 eða eyjolfuringvi@gmail.com fyrir mánudagskvöld 22. ágúst nk.

Svefnpokagisting verður í boði fyrir mótsgesti í félagsheimilinu Árbliki en eins verður möguleiki að tjalda þar. Léttur hádegisverður verður í boði báða daga og eins sameiginlegur kvöldverður á laugardeginum.

Samhliða Landskeppninni verður aðalfundur Smalahundafélags Íslands haldinn í félagsheimilinu Árbliki föstudagskvöldið 26. ágúst kl: 20:00.

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu og smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu hvetja sem flesta sauðfjárbændur til að koma í Dalina þessa helgi og fylgjast með keppninni. Sjón er sögu ríkari og gaman að horfa góðan fjárhund leika listir sínar.



09.08.2016 15:00

AFURÐASKÝRSLUR - VETURGAMLAR ÆR OG ELDRI ÆR meðaltöl síðustu níu ára borin saman.



Veturgamlar

Tölurnar eru í þessari röð
ÁRIÐ-FJ.ÁA-TVÍL.-EINL.-Á.M.L.-HVERJA Á-F LAMBA-LAMBA T.N.-FLEIRL-GELDAR-EKKI HALDIÐ-FÓRUST ÓBORNAR

  • 2007    279    30.8    16,1    17,0    5,6    0,45    0,35   19   153       0    0

  • 2008    311    35,1    16,0    18,5    11,1   0,82    0,68    1      26     76    0

  • 2009    402    32,5    15,6    17,4     9,6    0,75    0,61    0      64     80   1

  • 2010   473    29,2    16,0    17,4    9,5     0,76    0,60     3      67    97     3

  • 2011   353    28,6    16,6    17,6    9,9     0,76    0,61     1      61     69     1

  • 2012   473    31,1    16,9    19,6    9,5     0,71    0,58     3      79   110    15

  • 2013   415    28,5    16,0    16,8    9,6     0,86    0,60     2      31     86     3
  •  
  • 2014   441    27,9    16,0    16,8    9,7     0,80    0,62     0      41     78     3

  • 2015   415    27,1    16,7    17,3    9,2     0,75    0,56     0      44    90    23






Eldri ær

Tölurnar eru í þessari röð
ÁRIÐ-FJ.ÁA-TVÍL.-EINL.-Á.M.L.-HVERJA Á-F LAMBA-LAMBA T.N.-FLEIRL-GELDAR-FÓRUST ÓBORNAR

         
 

  •  2007   1271   32,4   18,2   28,8   27,0   1,84   1,66     76   28    4 
  •  
  •  2008   1495   33,1   17,9   30,0   28,0   1,85   1,70     95   43    8
  •  
  •  2009   1541   33,3   18,2   30,2   27,7   1,85   1,67   127   49  25
  •  
  •  2010   1.711  32,6    18,4   29,4   27,3   1,85   1,67   107  49   26
  •                                                         
  •  2011   1.525   32,9   18,1   29,6   27,8   1,85   1,68     99   44   35
  •                           
  •  2012   1.749   33,9   18,6   30,4   28,8   1,89   1,70   153   39   33
  •                          
  •  2013   1.883   31,7   18,1   28,5   25,9   1,87   1,60   139   37   21
  •  
  •  2014   1.933   32,5   18,0   29,7   27,5   1,87   1,68   156   57   38

  • 2015    1986    33,9   18,5   30,0   27,5   1,84   1,6     127   67    81                                                                                    




01.08.2016 10:19

Göngutúr í Hraunsfirði

Ég er orðin agalega spennt að sjá hvernig lömbin dafna og fórum við Steini í göngutúr

inn í Árnabotn í Hraunsfirði, en fundum engar kindur frá okkur þar.

 
Hittum þennan á leiðinni, Smyrill.

 

Árnabotn í Hraunsfirði

 

Árnabotn að Axarhamri séð til vinsti.

 

Einu kindurnar sem við sáum þarna innfrá.

 


 


 


 



 







 

Séð frá fossinum.




Hver á þessa með þrjú lömb?



  • 1
Flettingar í dag: 377
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 511
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 143336
Samtals gestir: 20989
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 18:26:50