Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

15.08.2016 16:41

Spennandi tímar fram undan







Landskeppni smalahunda 2016

Síðustu helgi ágústmánaðar verður landskeppni Smalahundafélags Íslands haldin í Dalasýslu í samstarfi félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Keppni fer fram daganna 27. og 28. ágúst að Bæ í Miðdölum. Keppnin hefst klukkan 10:00, báða daganna.

Dómari verður Bevis Jordan en hann er starfandi sauðfjárbóndi og reynslubolti þegar kemur að smalahundum. Daganna á undan mun Bevis bjóða uppá námskeið / leiðsögn fyrir þá sem eru að temja fjárhunda á Snæfellsnesi.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum smalahunda:

- A flokkur, opinn flokkur og fyrir þá hunda sem hafa fengið 50 stig eða meira í B flokk.
- B flokkur, fyrir hunda 3 ára og eldri sem ekki hafa náð 50 stigum í keppni.
- Unghundaflokkur, fyrir hunda yngri en 3 ára.

Skráningar í keppnina fara fram hjá Eyjólfi í síma 862-0384 eða eyjolfuringvi@gmail.com fyrir mánudagskvöld 22. ágúst nk.

Svefnpokagisting verður í boði fyrir mótsgesti í félagsheimilinu Árbliki en eins verður möguleiki að tjalda þar. Léttur hádegisverður verður í boði báða daga og eins sameiginlegur kvöldverður á laugardeginum.

Samhliða Landskeppninni verður aðalfundur Smalahundafélags Íslands haldinn í félagsheimilinu Árbliki föstudagskvöldið 26. ágúst kl: 20:00.

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu og smalahundadeild Snæfellsness og Hnappadalssýslu hvetja sem flesta sauðfjárbændur til að koma í Dalina þessa helgi og fylgjast með keppninni. Sjón er sögu ríkari og gaman að horfa góðan fjárhund leika listir sínar.



Flettingar í dag: 795
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156213
Samtals gestir: 22670
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 16:49:48