Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2013 Mars

25.03.2013 16:50

Ferðin okkar.

Ferðanefndin fundaði s.l.sunnudagskvöld og komin er vísir að dagskrá.

Farið verður frá Stykkishólmi, keyrt inn Skógarströnd og yfir Laxárdalsheiði.
Þá verðum við komin í Húnaþing Vestra.
Inn Hrútafjörð framhjá Borðeyri, framhjá Heggstaðanesi og Laugarbakka, en kíkjum við á Hvammstanga.
Þar verður Sláturhús KVH ehf skoðað.


Svo er spurning, hvaða leið velur nefndin að fara með okkur ?
cheeky

 
Hér má lesa um Hvammstanga



Nú má fara að tilkynna sig í ferðina til Gunnars Jónssonar S: 8405758

emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon

25.03.2013 14:31

Jökull hress.


Jökull er búinn að ná sér eftir veikindin. Hann fékk fóðureitrun eins og flestir vita.
Fékk pensilín og sterasprautu ( ég kann ekki að útskýra það nánar ), og fékk ab-mjólk í vikutíma. Hausinn á honum er svolítið skakkur og verður það sennilega alltaf en að öðruleiti er hann allur í lagi og er mikil bröggun hjá honum núna.
Hann er sem sagt útskrifaður af sjúkradeild.
Hann er algjör klakiemoticon



Og það sem meira er, það er búið að skýra annan hrút eftir Jökli okkar.



Hér á myndunum er mynd af hrútnum Jökli.
Hönnuður er Ragna Eyjólfsdóttir sem á og rekur Gallerí Bragga í Stykkishólmi.
Þar er Ragna með allskonar glermuni sem hún hannar og framleiðir og ýmislegt annað þ.s. eyrnalokka,armbönd og fleira á mjög góðu verði.



Það er frábært þegar ein hugmynd verður til af annari hugmynd og
hugmyndabolti rennur af stað, og til verður söluvara.

Gallerí Braggi er á Facebook

Tilvaldar gjafir fyrir bændur og sauðfjáráhugafólk.

20.03.2013 16:08

Í dag er vorjafndægur

Um þetta leyti er dagurinn  um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Breytileiki dagsetninganna stafar aðallega af hlaupárum.

Og það hefur heyrst í Lóugreyi

15.03.2013 08:02

Farið verður á slóðir Skáld-Rósu.

Hér er vísbending um hvert skal fara í ferð.

Rósa Guðmundsdóttir
 ( f: 23 des.1795 á Ásgerðarstöðum, Hörgárdal d:28 sept 1855 Efra-Núpi, Miðfirði )
Var íslensk skáldkona og ljósmóðir.
Ýmsar vísur hennar urðu fljótt þjóðkunnar og eru enn alþekktar.
Rósa er þó ekki síður þekkt fyrir ástarmál sín og viðburðaríkt líf sitt.

Árið 1824 flutti Rósa að Vatnsenda í vesturhópi og 1835 hélt Rósa til Reykjavíkur að
nema ljósmóðurfræði hjá landlækni. 1836 þá fertug að aldri vann hún ljósmóðureið sinn. Árið 1838 flutti Rósa til Ólafsvíkur og stundaði þar ljósmóðurstörf, en 1855 réði hún sig til kaupavinnu í Húnavatnssýslu. Á leið þangað með viðkomu að Efra-Núpi í Miðfirði veiktist Rósa og lést og var grafinn í kirkjugarðinum þar. Rósa var umtöluð í lifanda lífi og er það enn.Tilvalið að glugga í þessa bók.



Hér er mikil rannsóknarvinna að baki þessarar bókar. Það er Sr. Gísli H. Kolbeins okkar fyrrum sóknarprestur sem skráði þessa ógleymanlegu sögu.

Ljósan sem lýðir hrósa,
ljóðhögust drósa,
sú sem konurnar kjósa,
kölluð Vatnsenda-Skáld-Rósa.


Verð að láta þessar fylgja með.

Vísur Vatnsenda-Rósu

Augað mitt og augað þitt,
og þá fögru steina.
Mitt er þitt, og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
Trega ég þig manna mest
mædd af táraflóði.
Ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.
Langt er síðan sá ég hann,
sannlega fríður var hann.
Allt sem prýða mátti einn mann
mest af lýðum bar hann.
Engan leit ég eins og þann
álma hreyti bjarta.
Einn guð veit ég elskaði hann
af öllum reit míns hjarta.
Þó að kali heitan hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Augað snart er tárum tært,
tryggð í partast mola,
mitt er hjartað sárum sært,
svik er hart að þola.
Bestan veit ég blóma þinn,
blíðu innst í reitum.
Far vel, Eyjafjörður minn,
fegri öllum sveitum.
Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 745
Gestir í gær: 258
Samtals flettingar: 143835
Samtals gestir: 21104
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 01:37:53