Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2010 Október

19.10.2010 17:43

Héraðssýning lambhrúta á snæfellsnesi

Héraðssýning á lambhrútum var haldin laugardaginn 16. október. Sýningin fyrir austan girðingu var haldin að Haukatungu Syðri ll en fyrir vestan girðingu á Hjarðarfelli.  Tókust sýningarnar á hvorum stað mjög vel. Mættir voru 81 hrútur, 15 mislitir, 9 kollóttir og 57 hyrndir. 
Úrslit í kollótta flokknum, í 1. sæti var lamb nr. 802 undan Lokk og er það lamb frá Hjarðarfelli, í 2. sæti var lamb nr. 234  undan Völundi og er það lamb frá Hraunhálsi, í 3. sæti var lamb nr. 238 undan Magna og er það frá Hjarðarfelli. Í mislita flokknum var í 1. sæti lamb nr. 4 unda Jón Inga og er það frá Tröðum Kolbeinsstaðahrepp, í 2. sæti var lamb nr. 18 undan Grábotna og er það frá Álftavatni, í 3. sæti var lamb nr. 60 undan Morgun en það lamb er í eigu Þórs Kristjánssonar Hellissandi. Í hyrnda flokknum var í 1.sæti lamb nr. 151 undan Munda og er það lamb frá Gaul, í 2. sæti var lamb nr. 21 undan Hólma og er það lamb frá Dalsmynni, í 3. sæti var lamb nr 762 undan Freyðir og er það lamb frá Hofstöðum. Besti lambhrútur Snæfellinga var valinn lamb nr. 151 frá Gaul.
Á sýninguna mættu milli 90-100 manns og þar á meðal sáust andlit af Ströndum, Dölum, Borgafirði og af suðurlandi, sumir mættir til að versla enda seldust nokkur lömb. Boðið var upp á kaffi og hlaðið kökuborð. Um kvöldið var kjötsúpa og verðlaunafhendingin á Breiðabliki.  
Takk fyrir frábæran dag.
 Heiða Helgadóttir, Gaul með farandsskjöldinn.

14.10.2010 14:38

Hrútasýning

Hrútasýning félagsins okkar var haldin 3. okt. síðast liðin, var hún ágætlega sótt. Keppt var bæði í flokki veturgamalla og lambhrúta. Og voru úrslit eftirfarandi.

  Í flokki hyrndra veturgamalla var í fyrsta sæti hrútur Eiríks Helgasonar Vafi 09-510 faðir hans er Þróttur 04-991 og móðir Lind 06-002, stigun efttirfarandi 8-8,5-9-9-9-18,5-8-8-8,5=86,5

  Í öðru sæti var hrútur Helgu og Þorsteins í Hvarfi, Póló 09-151 faðir hans er Mímir 06-035og móðir 07-732(frá Fáskrúðarbakka) stigun 8-8,5-8,5-9-9-18-8-8-8=85

  Þriðja sætið hlaut svo Bessi 09-182 Högna Bæringssonar Einarsstöðum faðir hans er Púki 06-807 og móðir er Bessa 05-147 stigun 8-8,5-9-9,5-9-17,5-8-8-8,5=86

  Í flokki veturg. kollóttra var í fyrsta sæti Puntur 09-431 frá Hraunhálsi faðir hans er Völundur 07-442 og móðir Döf 07-050 stigun 8-8,5-8,5-9-9-18,5-8,5-8-8=86

  Annað sætið hlaut Bjartur 09-508 Eiríks Helgasonar faðir Bjarts er Bogi 04-814 og móðir er Rauðhetta stigun 8-8,5-8-9-9-18-8,5-8-9=86

  Í þriðja sæti var hrútur frá Ögri, Þribbi 09-401 faðir hans er Grísi 06-394 móðir Trilla 04-647 stigun 8-8-9-8-8,5-18-8,5-8-8,5=84,5

  Í flokki veturgamalla mislitra var í fyrsta sæti hrútur Eiríks Helgasonar Grettir 09-509 en hann er gráflekkóttur faðir er Skrauti 07-826 móðir Gáta 07-034 stigun 8-8,5-8,5-8,5-18-7,5-8-8=83,5

  í öðru sæti hafnaði svo Höldur 09-432 en hann er í eigu Hraunhálsbúsins móflekkóttur faðir Skrauti 07-826 móðir Taska 05-211(frá Eiríki H.) stigun 8-8,5-8,5-8-8,5-17,5-7,5-8-8,5=83

  Þriðja sætið hreppti svo hrútur Gunnars Jónssonar Álfhóli Pjakkur 09-240 hann er mórauður hyrndur faðir er Fannar 07-808 og móðir Hildur 06-015 (frá Fossi)  
stigun 8-8-8,5-8,5-8,5-17-7,5-8-8=82

  Síðan var keppt um þrjá bestu lambhrútana óháð hornum og lit. Fyrsta sætið í þeim flokki hlaut lambhrútur nr. 219 frá Hraunhálsi faðir hans er Muninn 09-433 og móðir Tryggð 09-079 stigun 8-8,5-8,5-9-8,5-18-7,5-8-8,5=84,5

  Annað sætið hreppti lambhrútur nr. 18 frá Eiríki Helgasyni faðir er Vafi 09-510 og móðir Spyrna 09-078 stigun 7,5-9-9-9,5-9-18-9-8-8=87

  Í þriðja sæti hafnaði svo hrútur nr.180 frá Hraunhálsi faðir Mundi 06-832 móðir Samúð 08-075  stigun 8-8-8,5-9-9-18,5-8-8-8,5=85,5
Hugmyndin er svo að setja inn myndir af einhverjum af þessum hrútum og af hrútasýningunni inn í nýja möppu sem heitir hrútasýning 2010 við sjáum hvernig gengur með þaðFormaðurinn okkar einbeittur á svip "ég skal vinna" ;)



 

12.10.2010 15:28

Héraðssýning

Héraðsýning á lambhrútum á Snæfellsnesi 

verður haldin laugardaginn 16 okt n.k. 
sýningin  verður haldin í tvennu lagi . 
Byrjað verður Kl. 10 að Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeisstaðahrepp  og síðan 
Kl 14 að Hjarðarfelli í Eyja og Miklaholtshrepp 
  
Sauðfjáráhugafólk er hvatt til að koma og fylgjast  með  því að 
það verður mikið  spáð, spegulerað  og þuklað 
Einnig verður haldið uppboð.  
  
Síðan  kl 20 færum við okkur að Breiðabliki  í Eyja og Miklaholtshrepp þar sem fer fram verðlaunaafhending  fyrir bestu lambhrúta á Snæfellsnesi 2010   
og kjötsúpu partý en  félag sauðfjárbænda á Snæfellsnesi mun selja kjötsúpu 
einnig verður óvænt uppákoma.  

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi 
  •  Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
  • Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi og því má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir.
  • Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, hrútarnir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
  •  Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki  gert er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
  •  Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, 3 mislita og ferhyrnda.
  •  Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við mislita og ferhyrnda hrúta.  

07.10.2010 19:17

Réttir sept 2010

Hér koma nokkrar myndir úr rekstri og réttum í sept s.l. fleiri myndir eru í albúmi merkt réttir.
Ásta Sigurðardóttir frá Borgarlandi tók myndirnar. Smölun gekk ágætlega frá kerlingaskarðsvegi að Axarhamri og var rekið tvisvar inn í Arnarhólsrétt. Í seinni leit náðust 65 kindur.

Væn lömb og Drápuhlíðarfjall glæsilegt.

  • 1
Flettingar í dag: 428
Gestir í dag: 208
Flettingar í gær: 511
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 143387
Samtals gestir: 21027
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 20:39:40