Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

12.10.2010 15:28

Héraðssýning

Héraðsýning á lambhrútum á Snæfellsnesi 

verður haldin laugardaginn 16 okt n.k. 
sýningin  verður haldin í tvennu lagi . 
Byrjað verður Kl. 10 að Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeisstaðahrepp  og síðan 
Kl 14 að Hjarðarfelli í Eyja og Miklaholtshrepp 
  
Sauðfjáráhugafólk er hvatt til að koma og fylgjast  með  því að 
það verður mikið  spáð, spegulerað  og þuklað 
Einnig verður haldið uppboð.  
  
Síðan  kl 20 færum við okkur að Breiðabliki  í Eyja og Miklaholtshrepp þar sem fer fram verðlaunaafhending  fyrir bestu lambhrúta á Snæfellsnesi 2010   
og kjötsúpu partý en  félag sauðfjárbænda á Snæfellsnesi mun selja kjötsúpu 
einnig verður óvænt uppákoma.  

Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi 
  •  Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.
  • Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi og því má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir.
  • Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, hrútarnir verða ekki stigaðir aftur heldur verður stuðst við fyrri stigun.
  •  Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki  gert er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.
  •  Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, 3 mislita og ferhyrnda.
  •  Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við mislita og ferhyrnda hrúta.  
Flettingar í dag: 871
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156289
Samtals gestir: 22674
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:44:26