Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

19.10.2010 17:43

Héraðssýning lambhrúta á snæfellsnesi

Héraðssýning á lambhrútum var haldin laugardaginn 16. október. Sýningin fyrir austan girðingu var haldin að Haukatungu Syðri ll en fyrir vestan girðingu á Hjarðarfelli.  Tókust sýningarnar á hvorum stað mjög vel. Mættir voru 81 hrútur, 15 mislitir, 9 kollóttir og 57 hyrndir. 
Úrslit í kollótta flokknum, í 1. sæti var lamb nr. 802 undan Lokk og er það lamb frá Hjarðarfelli, í 2. sæti var lamb nr. 234  undan Völundi og er það lamb frá Hraunhálsi, í 3. sæti var lamb nr. 238 undan Magna og er það frá Hjarðarfelli. Í mislita flokknum var í 1. sæti lamb nr. 4 unda Jón Inga og er það frá Tröðum Kolbeinsstaðahrepp, í 2. sæti var lamb nr. 18 undan Grábotna og er það frá Álftavatni, í 3. sæti var lamb nr. 60 undan Morgun en það lamb er í eigu Þórs Kristjánssonar Hellissandi. Í hyrnda flokknum var í 1.sæti lamb nr. 151 undan Munda og er það lamb frá Gaul, í 2. sæti var lamb nr. 21 undan Hólma og er það lamb frá Dalsmynni, í 3. sæti var lamb nr 762 undan Freyðir og er það lamb frá Hofstöðum. Besti lambhrútur Snæfellinga var valinn lamb nr. 151 frá Gaul.
Á sýninguna mættu milli 90-100 manns og þar á meðal sáust andlit af Ströndum, Dölum, Borgafirði og af suðurlandi, sumir mættir til að versla enda seldust nokkur lömb. Boðið var upp á kaffi og hlaðið kökuborð. Um kvöldið var kjötsúpa og verðlaunafhendingin á Breiðabliki.  
Takk fyrir frábæran dag.
 Heiða Helgadóttir, Gaul með farandsskjöldinn.
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156167
Samtals gestir: 22665
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:58:14