Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

23.10.2013 13:52

Úrslit héraðsýningarinnar

Héraðssýning lambhrúta í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var tvískipt að venju, var sýningin austan varnargirðingar haldin í Haukatungu-syðri2 Kolbeinsstaðarhreppi 18 okt. og daginn eftir á Hömrum í Eyrasveit. Á sýninguna í Haukatungu var mætt með 21 hrút en á Hömrum  mættu til leiks 38 hrútar svo samanlagt kepptu að þessu sinni 59 hrútar. Veitt voru verðlaun í þremur efstu sætunum í hverjum flokki þ.e.a.s. í flokki hyrndra, kollóttra og mislitra auk þess voru verðlaunaðar þrjár efstu ær í kynbótamati fæddar árið 2008. Jón Viðar og Lárus mættu til að velja sigurvegarana og fórst það vel úr hendi eins og vænta mátti.

Efstu ær í kynbótamati voru ;

Smella 08-530 frá Jöfra einkunn 115,3 

08-153 frá Bergi einkunn 115,

Læðan 08-008 frá Hraunsmúla einkunn 112,0

Undan gengin ár hafa bekrar undan sæðishrútunum verið í talsverðum meirihluta á héraðsýningunum en nú brá svo við að af 59 hrútum sem mættu á sýninguna voru einungis 23 tilkomnir við sæðingar Kvistur átti flesta syni eða fimm, fjórir af þeim kepptu í flokki mislitra. Drífandi og Prúður áttu þrjá hvor, Rafall , Ás, Hergill, Soffi og Snær áttu tvo hver, Knapi og Steri áttu svo sinn hvorn hrútinn, Steri var eini kollurinn sem átti afkvæmi á sýningunni. þarna voru samankomnir margir glæsilegir hrútar sem gaman var að sjá og þukla, takk fyrir skemmtilegan dag.

Í fyrsta sæti í kollótta flokknum var hrútur frá Hjarðarfelli nr. 223 faðir hans er Sindri 10-759 en hann er sonur Magna 06-730 þess magnaða hrúts.

 

Harpa á Hjarðarfelli með hrútinn sem var í fyrsta sæti kollóttra, eins og sjá má er þetta glæsilegur hrútur.

Í öðru sæti var einnig hrútur frá Hjarðarfelli nr.906  faðir hans er Strengur 10-759 en Strengur er sonur Boga 04-814.

Í þriðja sæti var svo hrútur frá Ólafi Tryggvasyni Grundarfirði nr. 12 faðir Spakur en Spakur er frá Ingibjörgu og Valgeiri Grundarfirði  sonur Ljúfs 08-859.

Í mislita flokknum var hrútur frá Sigurði Gylfasyni Tungu nr 48 en faðir hans er Draumur frá Mávahlíð.


Hrúturinn hans Sigga sem vann í flokki mislitra en hann er svartbotnuhosóttur hrikalega fallegur hrútur.

Í öðru sæti var hrútur frá Kristbirni Hraunsmúla nr 40 faðir Drífandi 11-895.

í þriðja sæti var svo hrútur nr. 826 frá Eggerti á Hofstöðum undan Lása 10-258 en Lási er undan Grábotna 06-833

Í hyrnda flokknum var í fyrsta sæti  hrútur frá Hjarðarfelli nr. 430 faðir Klaki 11-772 en Klaki er sonur Frosta 07-843

Lambhrútur nr. 430 frá Hjarðarfelli sem valin var besti hrútur sýningarinnar flottur hrútur og það verður spennandi að fylgjast með afkvæmum hans í framtíðinn.

Í öðru sæti var hrútur  nr. 865 frá Herdísi í Mávahlíð undan Blika 12-001 en Bliki er undan Gosa 09-850.

Í þriðja sæti var svo hrútur nr. 22 frá þeim bræðrum Bæring og Hermanni Stykkishólmi faðir Galsi 11-551 en Galsi er Borðasonur 08-838 frá Bjarnarhöfn.

Harpa og Guðbjartur á Hjarðarfelli með héraðsmeisarann.

 Allt voru þetta glæsilegir gripir og eigendum til sóma, til hamingju vinningshafar með frábæran árangur í ræktunarstarfinu.

Vil bend ykkur á góða umfjöllun og myndir á heimasíðu Búa þar koma einnig fram stigin á hrútunum.

 

Flettingar í dag: 465
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 155883
Samtals gestir: 22642
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 10:25:40