Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

14.01.2013 21:42

Frá Hraunhálsi.



Núna þegar farið er að síga á seinnihlutan á fengitímanum og sennilega er honum víða lokið, er ekki úr vegi að fara að spá í fósturtalningu. Sagt er að best sé að telja fóstrin á bilinu 45 til 90 dögum eftir fang.
 
Það var talið hjá okkur í fyrra 11. febrúar en við byrjuðum þá að hleypa til 8. desember, ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun á fengitímanum má segja að fóstrin hefðu átt að vera á bilinu 45 til 65 daga gömul og var það svo hjá lang flestum ánnum en nokkrar gengu upp og voru því talsvert seinni.
Talningin stóðst í vor hjá þeim ám sem voru með nægilega gömul fóstur þegat talið var. Það voru bara ærnar sem báru síðast þ.e.a.s. í lok maí og byrjun júní sem ekki komu rétt út og er ekki við talningar mannin að sakast þar.
Ég fór að skoða niðurstöðurnar eftir vorið til að reyna að sjá hvenær fóstrin eru of ung til að mark sé takandi á talningunni.

Sturlun (veturgömul) gekk 5. jan.fóstur 37 daga talin í henni 2 lömb hún bar 25. maí tveimur lömbum

Gæs gekk 7. jan fóstur 35 daga talið eitt lamb hún bar 5. júní einu lambi.


Völ gekk 9 jan fóstur 33 daga talin tvö lömb bar 31. maí tveimur lömbum.

Ágjöf gekk 9. jan fóstur 33 daga talið eitt lamb bar 28 maí tveimur lömbum.

Ísöld (veturgömul) 11. jan dautt fóstur 31 daga bar 1. júni einu lambi.

Snegla gekk 13 jan. geld fóstur 29 daga, bar 4. júní tveimur lömbum.

Kápa gekk 15 jan fóstur 27 daga talið eitt lamb bar 5. júní tveimur lömbu
m.

Ja hver er svo niðurstaðan? 33 dagar  fróðlegt væri nú að frétta af ykkar reynslu kæru lesendur.


Flettingar í dag: 795
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156213
Samtals gestir: 22670
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 16:49:48