Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Om:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Länkar

Blogghistorik: 2015 Mer >>

02.06.2015 15:31

Kjöt með grænmeti (Frikasse)

 

 

heartheartheartheartheartheart

 

Þessi réttur er með mínum uppáhalds, hann er fallegur, sumarlegur,

einfaldur og rosalega góður og heitir

 

kjöt með grænmeti ( frikasse).

 

 

 
 
 

 

fyrir 2

 

1/2 kg. lambakjöt (súpukjöt henntar best)

1/2 kg. hvítkál / blómkál

1/2 kg. gulrætur

1/2 kg. gulrófur

1 l. vatn

2 tsk. salt / kjötkraftur/ grænmetiskraftur

 

Sósa

 

40 gr. smjör

40 gr. hveiti

6-7 dl. soð 

vel af saxaðri ferskri steinselju

 

Kjötið látið ofaní soðið vatn með salti / kjötkrafti / grænmetiskrafti.

Þegar síður er froðan veidd ofan af.

Soðið í 25-35 mínútur. Gulrófurnar, gulræturnar og hvítkálið

hreinsað og brytjað.

Látið í pottinn og soðið í 15-20 mínútur.

Kjötið og grænmetið mega ekki fara í sundur.

Er því tekið upp, áður en sósan er búin til.

Búin til smjörbolla og soðið jafnað.

Saltað eftir vild og saxaðri steinselju hrært saman við.

 

 

 

Svo má leika af fingrum fram með grænmetistegundir, suðutíma og magn.

Hollt og gott.

 

heartheartheartheartheartheart

 

Verði ykkur að góðu.

 

 
  • 1
Antal sidvisningar idag: 135
Antal unika besökare idag: 26
Antal sidvisningar igår: 249
Antal unika besökare igår: 52
Totalt antal sidvisningar: 141236
Antal unika besökare totalt: 20537
Uppdaterat antal: 3.5.2024 09:17:22