Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Flokkur: Hrútafélagið Jökull

25.03.2013 14:31

Jökull hress.


Jökull er búinn að ná sér eftir veikindin. Hann fékk fóðureitrun eins og flestir vita.
Fékk pensilín og sterasprautu ( ég kann ekki að útskýra það nánar ), og fékk ab-mjólk í vikutíma. Hausinn á honum er svolítið skakkur og verður það sennilega alltaf en að öðruleiti er hann allur í lagi og er mikil bröggun hjá honum núna.
Hann er sem sagt útskrifaður af sjúkradeild.
Hann er algjör klakiemoticon



Og það sem meira er, það er búið að skýra annan hrút eftir Jökli okkar.



Hér á myndunum er mynd af hrútnum Jökli.
Hönnuður er Ragna Eyjólfsdóttir sem á og rekur Gallerí Bragga í Stykkishólmi.
Þar er Ragna með allskonar glermuni sem hún hannar og framleiðir og ýmislegt annað þ.s. eyrnalokka,armbönd og fleira á mjög góðu verði.



Það er frábært þegar ein hugmynd verður til af annari hugmynd og
hugmyndabolti rennur af stað, og til verður söluvara.

Gallerí Braggi er á Facebook

Tilvaldar gjafir fyrir bændur og sauðfjáráhugafólk.

01.03.2013 21:45

Ferðasaga Jökuls framhald. Partý,partý, gleði gleði......

 Og að sjálfsögðu var skálað í kampavíni.heart það er svo skemmtilegt.

hóað saman í partý og farið yfir málin og gripurinn skoðaður og skýrður.

Félagar félagsins á góðri stund.

 

Gaman saman í teiti.

 

Skyldi næsti hrútur sem við kaupum vera svona?  laugh
Eru ekki allir sammála um þessi orð hér að ofan?

Langflottasturcool

Hann er búinn að vera hund veikur greyið, fékk fóðureitrun. Fékk vænan skammt af pensilíni og sterasprautu svo nú er búið að gera allt sem hægt er fyrir hann og við bíðum bara spennt eftir hvort hann verði betri.

En við fáum fullt af lömbum undan Jökli svo það eru bara spennandi tímar framundan hjá okkur.

Horfum björtum augum fram á við.

 Fall er fararheill.yes


 Hér er fullt af myndum úr ferðinni.


27.02.2013 17:22

Ferðasaga Jökuls framhald.

Snemma á sunnudagsmorguninn 28. Október
 eftir góðan morgunverð á Hótel Smyrlabjörgum
 og í yndislegri veðurblíðu var ekið af stað í átt að Svínafelli,
 var ákveðið að stoppa og skoða Þórbergssetur í Suðursveit.



Frábær hönnun á þessu húsi.

Svo lá leiðin í Öræfasveitina að hitta Ármann bónda á Svínafelli II, Víðihlíð
En Ármann og Hólmfríður eru ræktendur Jökuls.
Ármann og hans smalahundur fóru tveir saman niður á tún,
ráku saman inn stóranhóp af fé,
sem er þeirra ásetningur og var gaman að fá að sjá,
og góð samvinna hjá þeim félögum.
Hér á myndinni fyrir neðan eru þeir að leggja af stað niður á túnin fyrir framan.

 Ármann sýndi okkur svo fjárhúsin hjá sér og sagði frá,
hagræðingin er gríðalega góð hjá þeim, ærnar vel
samstilltar eftir rúning og sauðburður tekið stuttan tíma,allt niður í tíu daga.
Ármann,Eyberg og Gunnar.

Hér á myndinni fyrir ofan er verið að skoða hlöðuna þar sem Ármann
er með fé og gjafagrindur.Það eru um 700 fjár hjá þeim.
Yfir tvö hundruð lömb seld á fæti frá þeim og eftir stendur um 750 lömb með gerð uppá
9,3 fituflokkun 7 og fallþunga 17.9 kg.
Frábær árangur.yes

Takk fyrir okkur Ármann.
 

Flottar ásetningsgimbrar og nokkuð um litað. Einn litaður lambhrútur var settur á


Í stóru hundabúri var Jökull fluttur hingað heim og fór nú ágætlega um hann, rólegur og góður alla leiðina nema það að hann þurfti að pissa alveg ósköpin öll á leiðinni , lyktin var ekki alveg svona vellyktandi, hún fannst sérstaklega þegar bíllinn tók beygjur cheeky

Framhald.

 
 

26.02.2013 10:00

Ferðasaga Jökuls.


Að morgni laugardagsins 27. Október s.l. lögðum við af stað í 1.200 km langa ferð til að sækja okkur hrút til kynbóta.
Ætlum við að segja ykkur smásögu af þeirri ferð og hvað fyrir augu bar.
Fimm fræknir félagar óku eins og leið lá frá Stykkishólmi að Smyrlabjörgum í Suðursveit
með óvæntri viðkomu á Ytri-Skógum.
Þegar við erum að nálgast Skóga berst tal okkar að fjárbúinu að Ytri-Skógum,
við erum að rabba saman um hvað það væri nú gaman að fá að skoða þar
lambhrútana og þá segir Eyberg við Gunnar sem sat undir stýri beygðu heim á bæ
við skulum fara í heimsókn.
Við Lauga fengum áfall, nei við getum ekki farið að ryðjast
inná fólk........Karlarnir útúr bílnum þegar heim á bæ var komið og sáu fólk í fjárhúsinu
  þá var okkur vinkað að koma inn.
Þá vildi svo vel til að þeir Ingimundur og Sigurður bændur á Ytri-Skógum voru ný komnir inn
með lambhrútana,og draumur okkar rættist, og að sjálfsögðu var þuklað og þuklað
og spurt og spurt,gríðarlega vel gerðir og flottir hrútar og við eigum örugglega
eftir að fá dropa úr einhverjum þeirra.
Héðan er sá allra vinsælasti Prúður 11-896
 þetta var ótrúlegt, og skemmtilegt.
 það var svo vel tekið á móti okkur, boðin heim í bæ í kaffi og hlaðið borð af kræsingum
eins og hendi væri veifað.
Innilegar þakkir Ytri-Skógabændur fyrir frábærar móttökur.

Ingimundur, Gunnar, Sigurður, Guðlaug, Guðmundur og Helga.

Svo var haldið áfram sem leið lá að Hótel Smyrlabjörgum.
Eftir langa setu var gott að hrysta af sér ferðarykið og snæða góðan kvöldverð.

Forréttur af villibráðahlaðborði.
Gaman að smakka á svona mörgum réttum og meiriháttar gott.
Í aðalrétt var svo boðið upp á lamb og hreindýr og súkkulaðiköku og kaffi á eftir.
Virkilega vel heppnað og gott.

Dagur að kveldi komin og við sæl og glöð.


Hressar mæðgur sem dekruðu við okkur í mat og drykk.
 það er Laufey Helgadóttir og fjölskylda sem á og rekur Hótel smyrlabjörg.
Takk fyrir frábæra móttöku.


Framhald.
 

12.01.2013 23:00

Afnot félagsmanna af Jökli 12-503




Álfhóll  2 ær
Hrísakot  11 ær
Hvarf  8 ær
Ásvellir  1 ær
Mattablettur  1 ær
Einarsstaðir  6 ær
Helgafell  20 ær
Selskógar  4 ær
Grafarbakki  4 ær
Þingvellir  6 ær
Hólatún ll  2 ær
Ögur  5 ær
Bjarnarhöfn  16 ær
Hraunháls  4 ær
Gríshóll  7 ær
Hólatún l  10 ær


Flettingar í dag: 795
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156213
Samtals gestir: 22670
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 16:49:48