Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2011 Júní

03.06.2011 11:46

Grein eftir Jón Viðar í BBL

Ég var að fletta bændablaðinu sem gefið var út fimmtudaginn 26. maí 2011 og rak augun í grein eftir Jón Viðar Jónmundsson.
Nokkrar helstu niðurstöður sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2010. Frábær grein og mjög fræðandi og hvet ég alla til að lesa hana, en hugur minn staldraði við upphaf greinarinnar sem styrkti mig í minni trú á það sem við höfum verið að fást við síðustu 15 árin.

Úrdr.  "Fyrir nokkru er lokið uppgjöri á skýrslum fjárræktarfélaganna árið 2010. Flestar niðurstöður eru ný met í samanburði við það sem áður er þekkt úr sex áratuga starfsemi fjárræktarfélaganna. 1.635 aðilar voru með í uppgjörinu að þessu sinni. Það er talsverð aukning frá því sem verið hefur. Bú sem hætta fjárbúskap hafa verið fá á allra síðustu árum.
 Nánast engin aukning er lengur möguleg frá búum á lögbýlum, en talsverður hópur tómstundabænda vítt og breitt um land hefur komið til þáttöku í þessu starfi á allra síðustu árum. Margt af þeim sinnir sauðfjárbúskap af sérstakri kostgæfni og þó að hjörðin sé ekki alltaf stór á hún jafn mikið erindi til þáttöku í sameiginlegu ræktunarstarfi sem  skýrsluhaldið er grunnurinn að. Skýrslufærðar voru 329.552 fullorðnar ær og 74.279 veturgamlar eða samtals 403.831 ær. Þetta er meiri fjöldi en hefur verið nokkru sinni áður".



Fyrirsögn greinarinnar hefst á þessum orðum
Árgæska til fjárbúskapar var mikil
-Vænleiki dilka haustið 2010 var með allra mesta móti um allt land.

Þetta orð "árgæska" hef ekki heyrt það svo ég muni. Eins og ein góð vinkona mín orðaði það þá eru þetta ekki meðfæddar upplýsingar, svo orðabókinni var flett upp.
Orðið árgæska er nafnorð, kvenkynsorð og þýðir gott tíðarfar.



Flettingar í dag: 914
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156332
Samtals gestir: 22678
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 18:45:24