Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2011 Júní

13.06.2011 22:19

Frá Hraunhálsi

 Við fengum talsvert af mislitum lömbum í vor sem var að sjálfsögðu bara gaman. Þegar kólnaði í veðri um daginn sóttu kindurnar heim í skjól og í  " mataraðstoðina" bak við fjós og náði ég þá nokkrum myndum af þeim.

Þessi er undan Ógn og Köggli og fékk ég einmitt litin sem ég hafði óskað mér hann er þrílembingur og er hrútur á móti honum sem er eins á litin nema hann verður grár þar sem svarti liturinn er á þessum en svo var gimbrin bara hvít sem var ekki nógu sniðugt en hálf systir þeirra veturgömul kom með gimbur undan Köggli en hún er með sama lit og verður grá . Hann er þarna með fósturmóður sinni Dokku.

Þessi er undan Apríl Úlfsdóttir og Köggli það er gimbur á móti honum líka botnótt heppin þar .emoticon

Sonur Hjátrúar og Kögguls en Köggull gaf talsvert af skemmtilegum litum og verður spennandi að sjá hvernig lömbin hans koma út í haust. Við keyptum hann af Óla Tryggva í fyrra haust, en hann er undan Mávahlíðar-Læk og Raftsdóttir.

Hérna er Depill með Ástu Björk vinkonu sinni en Depill er undan Völundi og Döf. Kollarnir gáfu líka talsvert af flekkóttu og meira að segja fengum við tvær móflekkóttar gimbrar undan Usla læt þetta duga af lita sýnishornum.

12.06.2011 13:32

Frá Hvarfi.

Niðurstöður úr sæðingunum hjá okkur voru ágætar. Talningin stóðst 100%.
Það héldu tvær með Frosta og fengum við þrjá hrúta, ekki alveg óskastaðan en allt í lagi.
Hér fyrir neðan er Gjöf (Gjafadóttir)með hrútlamb undan Frosta.


Svo héldu tvær með Hukka og fengum þar þrjár gimbrar og einn hrút, það er betra hlutfall.
Hér fyrir neðan er Stjarna (Ingadóttir) með tvær gimbrar undan Hukka.

Nú eru ærnar farnar á fjall og við að taka til og gera klárt fyrir haustið og góða veðrið vonandi að koma eða kanski bara komið?emoticon

10.06.2011 14:41

Frá Bjarnarhöfn.

Þegar einhver fæðist svona pínulítill í lok sauðburðar og mamman vill mann ekki, þá fær maður að sofa heima í bæ.emoticon

Og hvar haldið þið, að svona písl sé látin sofa?emoticon

Jú í hundabúrinu, það væsir ekki um það þar.
Þetta litla lamb er tvílembingur undan gemling (veturgömul ær). En margur er knár þótt hann sé smár.emoticon
 Nú er sauðburði lokið í Bjarnarhöfn en síðasta ærin bar mánudaginn 6 júní emoticon
en það báru um fimm hundruð ær á þessu vori.



05.06.2011 22:27

Frá Hraunhálsi framh.

Þá höldum við áfram með niðurstöður úr sæðingunum hjá okkur.
Það héldu þrjár ær með Borða og þar fengum við fjóra hrúta og fjórar gimbrar. hérna fyrir neðan er svo mynd af Auðmýkt (Papadóttur) með hrútana sína undan Borða.



Tvær ær komu svo með lömb undan Frosta, þar fengum við þrjá hrúta og eina gimbur og að lokum héldu þrjár ær með Hukka og fengum þar  tvo hrúta og þrjár gimbrar.


þetta eru lömb Ísafoldar (papadóttur ) og Hukka.

Þessi stillti sér svo vel upp fyrir mig að ég varð að leyfa honum að fljóta með en hann er undan veturgamalli Hólmadóttur og Köggli. Ef ég næ fleiri myndum af sæðislömbunum set ég þær kannski inn við tækifæri.

04.06.2011 21:56

Frá Hraunhálsi

Þar sem Helga er búin að vera svo öflug í að setja margt skemmtilegt og fróðlegt inn á síðuna okkar finnst mér að við hin verðum nú að sýna lit og reyna að fara að standa okkur í blogginu líka. ( En Helga endilega ekki hætta ) Það sem sett er hérna inn þarf ekki endilega að vera neinar stórfréttir eða einhverjar fræðigreinar bara eitthvað sem ykkur dettur í hug.emoticon
Datt í hug hug að koma með niðurstöður úr sæðingunum hjá okkur og birta nokkrar myndir af þeim sæðislömbum sem ég náði myndum af um daginn.
Ef við byrjum nú á Sokka þá héldu tvær kindur með honum og fengum við fimm hrúta tvo svartflekkótta og þrjá hvíta ( hefði nú þegið þó það væri ekki nema eina gimbur)
Hér fyrir neðan er mynd af öðrum Sokknum hennar Hremmsu gömlu.


Það hélt ein með Boga og þar fengum við einn hrút, Þrjár ær héldu við Blossa og fengum við þrjá hrúta og þrjár gimbrar, eitthvað jafnara kynja hlutfall þar. Hérna er svo mynd af Vöku litlu með Blossadættur gaman að sjá hvað þær eru líkar en þær eru aðeins hálf systur.


Tvær ær héldu svo með Frosta og fengum við 3 hrúta og 1 gimbur. Ein ær hélt með Kosti og kom hún með hrút og gimbur.


Kostsdóttirin er lengst til vinstri aðeins gul á haus og fótum þessi bjarta er bara undan heimahrútnum Völundi og svo er Lumbra sonur í baksýn. Læt þetta duga í kvöld restin kemur seinna.

Flettingar í dag: 707
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156125
Samtals gestir: 22663
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:15:39