Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

18.02.2013 22:23

Fósturvísatalning í Bjarnarhöfn

Þá er búið að slá á spennuna og tilhlökkunina eða kannski kvíðann vegna komu Guðbrands á Skörðum. Með frábæru aðstoðarfólki tók ekki nema tæpa þrjá tíma að telja lömbin í þessum rúmlega 500 skjátum.
Okkar reynsla af Guðbrandi er að hann segir satt og rétt frá, allavega varðandi það sem honum er borgað fyrir og það á sanngjörnu verði.
Þetta er líklega í níunda skiptið sem við látum telja, með öllu því hagræði sem því fylgir, og þá er bara að endurraða í húsin með tilliti til mismunandi fóðrunar og vorið verður leikur einn, ja allavega varðandi það að koma umframlömbum í fóstur.
 
Við erum að flestu leiti sátt við útkomuna, þrílembum heldur fækkað, geldum gemlingum fækkað og tvílemdum gemlingum fækkað og enginn þrílembdur.
 
Blendnar tilfinningar eru varðandi fjór og fimmlembur og einlembur mættu vera færri.
 
Talið var í 413 ám, 321 með tvö, -  48 með eitt, -  40 með þrjú, -  2 með fjögur og 2 með fimm lömb. 9 ær lamblausar.
Þetta ætti að gera rúm tvö lömb á kind með lambi. 
 
Gemlingar eru 99, -  66 með eitt, 23 með tvö, 9 lamblausir og einum ekki haldið. 
Sem gerir 1,25 lömb á gemsa með lambi.
 
Frjósemi hefur verið nokkuð góð hjá okkur umdanfarin ár án þess að nota korn af fóðurbæti nema svolítið af sílden hún hefur komið svo seint að hæpið er að hún hafi haft mikil áhrif á frjósemi.
En þess má geta að við notum náttúrulega Yara áburð.cheeky
 
 Það getur verið í lagi að fá fjórlembu ef lömbin eru eins og hjá þessari sem átti fjögur í fyrra. 
Flettingar í dag: 1483
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156901
Samtals gestir: 22692
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 23:24:45