Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

10.10.2012 14:32

Héraðssýning.

Jæja félagar !

Þá er um að gera að sýna það sem við eigum og sjá hjá öðrum.

Aldrei að vita nema við vinnum bikar eða skjöld,

eða eigum afurðamestu ána?

emoticon

 Hvet alla til að mæta með hrútana sína.



Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi

Föstudaginn 19. október í Haukatungu-Syðri 2 í Kolbeinsstaðahreppi og hefst klukkan 20.30

Laugardaginn 20. október á Gaul í Snæfellsbæ og hefst klukkan 13.00


Sauðfjáráhugafólk er hvatt til að mæta og fylgjast með sýningunum en það verður mikið spáð og þuklað. Verðlaunaafhending verður í lok sýningarinnar á Gaul.


Reglur vegna lambhrútasýningar á Snæfellsnesi

  • Þetta er eingöngu sýning á lambhrútum.

  • Hrúturinn verður að vera fæddur á Snæfellsnesi og því má ekki koma með hrúta sem eru aðkeyptir.

  • Allir hrútar skulu hafa verið stigaðir, hrútarnir verða ekki stigaðir aftur heldur

verður stuðst við fyrri stigun.

  • Nauðsynlegt er að koma með stigun hrútanna með á sýninguna. Ef það er ekki

gert er viðkomandi hrútur ekki með í sýningunni.

  • Hvert býli má koma með 3 hrúta í hverjum flokki. Þ.e. 3 kollótta, 3 hyrnda, 3

mislita og ferhyrnda.

  • Hrútar sem koma á sýninguna verða að ná 83 stigum, það á þó ekki við mislita

og ferhyrnda hrúta.


Flettingar í dag: 1301
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156719
Samtals gestir: 22687
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 20:39:27