Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

16.07.2012 17:13

Framhald...

Við sæddum sex ær með Dal frá Hjarðarfelli. Afraksturinn var á endanum harla rýr enduðum bara með þrjú lömb undan honum 2 hrúta og 1 gimbur. frjósemin var léleg hjá þeim einungis ein var tvílembd ein lét og önnur endaði í keisara en lambið náðist ekki lifandi hja henni. Ber nokkrar væntingar til þessara lamba þau eru áberandi bollöng og með ágæta fótstöðu.

Þarna er Eyberg með Dalsdótturina hún er undan Rögg Mánadóttur. Sérlega skemmtileg gimbur og var mjög hrifin af því ef einhver nennti að sitja með hana og klappa henni, það er spurning hvernig hún verður í haust.

Það héldu tvær af þremur með snævari og fengum þar tvær gimbrar og einn hrút á því miður engar myndir af þeim .
Fengum 3 gimbrar og 1 hrút undan Púka.

Þarna fremst er svo Spíra(Kveiksdóttir) með lömb undan Púka.

Fengum tvær gimbrar undan Seið frá Oddsstöðum.

Þarna er sést svo önnur gimbrin hennar Bráar hmmm já ég geri mér grein fyrir því að þær eru kollóttar en það er ekki hægt að henda góðu sæði bara af því að það er ekki nógu margar hyntar að ganga Annars er það athyglisvert að við "lentum" í því að sæða 6 kollóttar með hyrntum sæðishrútum og þær héldu allar en það var misjafnt hvort þær komu með hyrnt eða kollótt lömb.

...to be continued
Flettingar í dag: 834
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156252
Samtals gestir: 22671
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:16:55