Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

15.02.2012 16:44

Fósturvísatalning í Nýræktinni 2012

Það var aldeilis frábær og skemmtilegur laugardagur s.l. hjá okkur í Nýræktinni.
Þá Kom Guðbrandur með sónartækið til okkar og sónaði hjá 10 Nýræktarbændum auk Ögurs í Stykkishólmi.


Margt var um manninn og skemmtilegt og spennan alveg gífurleg.
Hver er með mestu frjósemina?
Ein fjórlemba emoticon
fannst á svæðinu og er hún í eigu næst nýjustu bændanna í Nýræktinni sem ekki eru enn komnir í félagið en stendur vonandi til bóta, Heimir og Valdi Kúld.


Þetta eru aðalmennirnir okkar sem fá þrefalt húrra fyrir að gera þetta mögulegt fyrir okkur.
Það var svo í Holtaseli sem frábært hlaðborð af kaffibrauði beið okkar í millipásu og á eftir, því það var hátíð hjá okkur og var flaggað í tilefni dagsins.

Þetta var algjörlega meiriháttar dagur.
Ég setti inn fullt af myndum af því tilefni.

Sjá myndir hér

Myndirnar eru í flokk sem kallast félagsstarf.

Takk fyrir samveruna á góðum degi.

Flettingar í dag: 893
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156311
Samtals gestir: 22674
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 18:14:22