Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

31.01.2012 21:34

Helstu niðurstöður skýrsluhaldsins á Hraunhálsi 2011




Datt í hug að skrifa aðeins um hvernig útkoman var á sauðfjárbúskapnum hjá okkur á síðasta ári.
Það var óvenju mikið af gimbrunum settar á eða seldar þetta haustið þannig að þau lömb sem enduðu í sláturhúsi voru að stórum hluta hrútlömb,þeim var flestum slátrað 22 sept en restin fór 5. okt.
 Meðalvigtin var 18,3 kg, gerðin 10,3 og fita 8,0 þetta er ekkert ósvipuð niðurstaða og haustið 2010
þó eru þau tæpu kílói þyngri nú og gerðin örlítið betri en þau eru aðeins feitari. En það stendur til að reyna að ná niður fitunni næsta haust enda settum við á tvo hrúta undan Frosta og voru þeir talsvert notaðir en vonandi fer gerðin ekki sömuleið þ.e.a.s. niður.
Fullorðnar ær;
Eftir hverja á 37,9 kg. og á með lambi 36,4 kg., meðalfjöldi fæddra lamba 2,24 og lömb til nytja 2,03.
Veturgamlar:
 Á með lambi 21,0 kg hverja á 19,1 kg.
Hérna fyrir neðan læt ég svo fylgja kjötmatsskýrslu eftri feðrum en það verður að hafa það í huga að lömbin eru misgömul,og mjög mismörg lömb voru sett á undan hverjum hrút.

Kjötmatsskýrsla eftir feðrum
04-814 Bogi        fj. 1     fallþ. 21,0 kg     gerð  11,0     fita 5,0   eink. 109,8
06-841 Hukki      fj   2    fallþ.  21,3 kg    gerð 12,5    fita  8,0  eink. 107,9
07-823 Blossi     fj   2    fallþ.  21,1         gerð  11,0   fita 9,0   eink.  97,3
07-835 Sokki      fj   4    fallþ.  20,2         gerð  12,5   fita 9,5   eink   99,9
07-843 Frosti      fj   1    fallþ.  19,7         gerð. 11,0   fita 8,0   eink.   101,4
08-838 Borði       fj   3    fallþ.  20,6         gerð  11,0  fita 9,0   eink.  96,1
07-442 Völundur  fj.  12  fallþ.  17,6         gerð  10,3  fita 8,3   eink.  93,0
07-445 Lumbri     fj   7    fallþ.  16,9         gerð  10,1  fita  7,9  eink.   100,7
10-435 Kappi      fj   10   fallþ.  17,1         gerð  9,2    fita  7,5  eink   96,0
10-436 Drómi      fj   8    fallþ    18,9        gerð   11,4  fita  8,0  eink.   111,5
10-437 Usli         fj   16  fallþ.   19,3        gerð   10,1  fita  7,9  eink.   98,2
10-438 Köggull    fj   14  fallþ.   17,3        gerð   9,9    fita  7,8  eink    99,6


Flettingar í dag: 672
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156090
Samtals gestir: 22657
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 14:48:37