Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

27.07.2011 23:35

Heimalingar

Við erum svo heppin að vera með sjö heimalinga þetta sumarið. Það er að verða svolítil átök á matartímum að gefa litlu hjörðinni en nú orðið fá þau bara mjólk tvisvar á dag þegar lömbin fengu sem mesta mjólk fóru um 14 - 15 lítrar á dag. Þá var gott að eiga góða að emoticon


Ég reyndi að ná myndum af heimalingunum fyrir nokkru síðan en það gekk upp og ofan þar sem þau voru aðeins of áhugasöm um myndavélina og vildu endilega skoða hana nánar.

Í hópnum eru þrír hrútar tveir svartflekkóttir og einn hvítur allir kollóttir og fjórar gimbrar ein kollótt.

Þessi er þrílembingur undan Völundi.

Þessi er svo undan Kosti frá Ytri-Skógum.

Hérna er svo hún Blúnda en hún er þrílembingur undan Borða frá Hesti. Hef nú trú á að fleiri eigi nú myndir af heimalingunum sínum, hvernig væri að skella þeim hérna inn emoticon
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156167
Samtals gestir: 22665
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:58:14