Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

23.07.2011 00:00

Ferðalag í júní.

Það er svo gaman að ferðast og koma á nýja staði. Við heimsóttum suðurland
 að þessu sinni og langar okkur aðeins að segja smá ferðasöguemoticon
Við fórum á fyrsta náttstað sem var Hvolsvöllur, þar er kaffihús sem heitir Hús Leirkerasmiðsins mælum með því, glæsilegir leirmunir. Komum að sjálfsögðu við á Seljalandsfossi og gengum bak við hann, það var flott. Þaðan var brunað að Þorvaldseyri þar fyrir neðan veg er komin Þorvaldsstofa sem er fræðsla um gosið og það sem þau eru að gera á Þorvaldseyri t.d.byggið byggmjölið og morgunkornið sem er ný afurð frá þeim, það er alveg þess virði að stoppa og skoða ( bóndinn á Þorvaldseyri var að hefja slátt þegar við áttum leið um ) svo var að sjálfsögðu stoppað við Skógafoss og keyrt heim að Skógum og skoðað og þá sáum við þetta skilti!

Áslaug systir mín var með okkur. Það er alveg ótrúlegt hvað heimurinn er stundum smár. Nú fór fjör að færast í leik og óð á okkur að segja Áslaugu frá Ytri-Skógum og hvað þar væri nú gert t.d. í sauðfjárræktinni, já sagði Áslaug pollróleg en eigum við ekki bara að fara heim á bæ og heilsa uppá fólkið, það verður örugglega tekið vel á móti okkuremoticon  Hvað meinar þú sögðum við bæði mjög hissaemoticon  Jú hún Gréta systir hennar tengdamömmu býr hér, í þessum töluðu orðum kom bóndinn á bænum og hófst spjall, jú um hvað annað en hrúta.  Ytri-Skógar fengu viðurkenningu fyrir Fannar 07-808 sem besti lambafaðir sæðingastövanna árið 2010.

Þarna var virkilega gaman að horfa yfir.
Svo var farið á Vík í Mýrdal gist þar eina nótt og bærinn og umhverfi skoðað sem og auðvitað aðalstaðurinn Víkurprjón, flottar vörur þar. Svo var haldið til Kirkjubæjarklausturs og þar skoðað og gengið um svæðið og hring um Systrastapa ásamt fleiru en þar er frábært tjaldstæði, kirkjubær II mælum sérstaklega með því. Tókum rúnt um Meðalland og fengum að kynnast öskubyl.
Þaðan lá leiðin í Skaftafell sem er algjörlega frábær staður og gott að vera, gengið þar um og mikið skoðað. Endað svo í humarveislu í Höfn Hornafirði ekki amalegt það og komið við á Þórbergssetri, að Hala í Suðursveit þar vorum við alveg heilluðemoticon
Setti fleiri myndir í myndaalbúm.
Kveðjaemoticon frá Hvarfi


Flettingar í dag: 871
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156289
Samtals gestir: 22674
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:44:26