Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

02.07.2011 18:06

áskorun

Takk Steini minn það þurfti að ýta á mig,emoticon en ég þurfti ekki að nota góða ráðið þitt en það er eins og í sauðfjárræktinni gott að vita af reynslu annara.
 Sauðburður gekk vel óþarflega stór burður, lömbinn frísk og hraust. Ég gleymdi að taka myndir.
Við Unnur erum með 107 ær, 22 veturgamlar, 28 tvævetlur og 57 fullorðnar. Það fæddust 173 lömb sem skiftist svona 0,86 lömb hjá veturgömlu,1,86 hjá tvævetlunum og 1,96 hjá fullorðnum. Við sæddum nokkrar ær og finnst mér lömbin 13 undan Boga vera mjög bollöng og þroskamikil. Lömbin undan Sokka eru 10 og þau eru hreint út sagt frábær ótrúlega breið og þétt algjörir hniklar þau eru ekkert of stutt( Óttar ) bara nokkuð góð bollengd. Lömbin undan Frosta eru 2 og virka fíngerð og voru minnst fædd. 4 lömb eru undan Borða og eru það mjög snotur lömb. 4 lömb undan Kveik falleg lömb en tvö þeirra eru hreinhvít og nokkuð bollöng. Við fengum  2 gimbrar undan Kalda sem voru mjög stórar fæddar. Af heima hrútunum er Vafi með flest lömbinn eða 55, Puntur frá Laugu með 30, Hljómur sem er mórauður lambhrútur með 17 lömb og Tenór grár lambhrútur með 17 lömb. Það fæddist mikið af mislitum lömbum þetta árið og nú er bara að sjá hvort eftirspurnin eftir mislitu frá í fyrra skili sér ekki í söluna núna í haust. 
 Þá er þetta orðið gott í bili. ÞÚ ÞARFT EKKI EÐ BÍÐA LENGI EFTIR NÆSTA BLOGGI STEINI MINN ÞÚ ERT BÚINN AÐ KVEIKJA Í MÉR emoticon   Ég reyni við þennan í haust
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156167
Samtals gestir: 22665
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:58:14