Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

24.06.2011 21:51

Smalinn

Fórum á Hvanneyri í dag. Þar var haldið upp á dag sauðfjárræktar og það var mjög gaman og fróðlegt. fengum þetta rit í hendur sem við höfum ekki séð fyrr, hið besta rit.

Sá þessa grein í Skessuhorni ef einhver hefur áhuga á að ná sér í eintak af smalanum.

Smalinn, árlegt fréttabréf Félags sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði, er kominn út. Sem fyrr er ritið hið vandaðasta. Í því er að finna greinar fræðilegs eðlis, upplýsingar um fallþunga og gerð sláturlamba og niðurstöður afkvæmarannsókna. Þá er viðtal við bændurna og hjónin á Oddsstöðum í Lundarreykjadal, sagt frá nýtingu geita- og sauðamjólkur, grein um fóður og fóðuröflun, vísnaþáttur eftir Helga Björnsson á Snartarstöðum og margt fleira. Í tilkynningu frá félaginu er boðið upp á að þeir sem vilja nálgast blaðið geti haft samband við Þórhildi Þorsteinsdóttur formann FSB á netfangið stekkur@emax.is

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156167
Samtals gestir: 22665
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:58:14