Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

19.06.2011 23:29

Frá Hraunhálsi

Við rákum ærnar út af túninu 16 júní og þá gafst smá tækifæri til að spá í lömbin. Þrátt fyrir ömurlegt vor þá litu lömbin svona almennt ágætlega út, skildum þó eftir á túninu slatta af þrílembum og nokkra tvílembda gemsa og tvær júgubólguær sem fá að vera eitthvað lengur á túninu.
Ég var mjög ánægð með lömbin undan hyrntu sæðishrútunum og eru lömbin undan Borða sérlega falleg. Og það er meira að segja að rætast úr lömbunum hans Frosta, leist nefnilega ekkert sérstaklega á þau í vor þegar þau voru að fæðast fannst þetta óttarlegir krangar,

Frostasynir.

Þarna eru Frostasynirnir svoldið eldri og svei mér þá ég held það sé að rætast úr. þeim eru þarna með með móður sinn Steingeit en hún er undan Kveik.
Hukka lömbin komu mér skemmtilega á óvart, valdi hann aðalega vegna mjólkurlagni dætra en þetta eru snotur lömb.

Þessi eru undan Hukka og Firringu (Freradóttur Kuldasonar).
Aftur á móti var ég ekki eins hrifin af lömbunum undan kollóttu sæðishrútunum. Þessi eini Bogasonur sem við eigum er hörmung skil núna afhverju móðir hans dó stuttu eftir burðin, hún hefur dáið úr skömm þegar hún sá hvernig hann leit út, en það var nú óþarfi hjá henni að taka þetta svona nærri sér það var ekki við hana að sakast.
Blossa lömbin voru þó betri og ein gullfalleg gimbur í hópnum en ég efast um að við fáum ásetnings hrút undan Blossa en hver veit kannski eiga þeirr eftir að braggast.
Flettingar í dag: 707
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156125
Samtals gestir: 22663
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:15:39