Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

23.05.2011 18:37

Frá Hvarfi

Svar við spurningakeppninni um hrútinn Kolbein.emoticon
Þá er þriðja og síðasta ærin borin og kom hún með tvö lömb annað hvítt, en það er smá litur á hinu, eiginlega ekki hægt að segja annað. Það er næstum móflekkótt en ókey kanski smá gult. Hvað finnst ykkur?

Skrítið að fá ekkert grábotnótt lamb undan hrútnumemoticon já svona standa nú bara málin stundum og ekkert við því að gera, en stundum gerast óvæntir atburðir sem maður á alls ekki von á. Stundum er maður heppinn. emoticon
Þann 13 maí s.l.  bar hjá okkur ær sem er Kveiksdóttir sem fékk með Nökkva 10-156 sem ég sagði frá í vetur. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá fyrra lambið hennar en það leit svona út.

Og hvað haldið þið? jú þetta er gimbur og er GRÂBOTNÔTT.emoticon eina litaða lambið í hópnum okkar litla. Jaá næsta vetur kemur Kolbeinn kanski sterkur til leiks, segi ekki meira um það í bili verður skoðað alvarlega næsta haust.
 Og til umhugsunar þá er þessi ær, Kveiksdóttir og Álsdóttirin sem fékk með Kolbeini, sammæðra en sú ær var dóttir Flotta frá sæðingastöð sem kominn er af grábotnóttri ær.

Vinningshafar í spurningakeppninni velkomin að Hvarfi næsta vetur og innheimtið vinninginn en sennilega verður Lárus að bjarga málunum fyrir Svan.emoticon
Setti fleiri myndir í myndaalbúm Hvarfs.

Kveðja Helga og Steini Kúld.
Hvarfi.emoticon

Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156167
Samtals gestir: 22665
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:58:14