Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

28.03.2011 14:48

Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal

Við förum á slóðir Steinólfs í Ytri Fagradal sem hefur frá mörgu að segja í þessari ágætu bók.                                                                                                                                        "Í Skarðskirkju er fræg altaristafla, talin gjöf frá Ólöfu ríku. Á henni eru uppstrílaðir trékarlar í mjög óhentugum klæðnaði og við einhver óskiljanleg verk. Einnig eru þar útskornar í tré rollur á beit í gylltum hlíðum. Altaristafla þessi var flutt alla leið til Frakklands árið 1910 og höfð meðal gersema á heimssýningunni í París það ár."

"Búðardalur á Skarðsströnd er sá eini og rétti Búðardalur í Dalasýslu. Ekki hefur fengist upplýst hver fann upp á því að kalla Fjósabakka í Laxárdal Búðardal. Búðardalur á Skarðsströnd er fornt býli og höfðingjasetur. Þar er mikið um huldufólk og heyrist tíðum sætlegur söngur í klettum ofan við bæinn."



Hér er mikill fróðleikur sem gaman er að lesa og hvet ég menn og konur að lesa fyrir menningarferðina sem á að fara 16. apríl n.k.

emoticon Eru ekki allir að fara í ferð?

Flettingar í dag: 893
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156311
Samtals gestir: 22674
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 18:14:22