Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

31.01.2011 22:21

Að rækta mórautt fé


Gimbur nr. 10-116 móðir Gláma(móbíldótt) faðir Hrammur(svartbíldóttur)

Það væru ýkjur að halda því fram að gengið hefði vel hjá okkur að rækta mórauðar kindur undan farin ár. Gimbrin hér að ofan var eina" mórauða" lambið sem fæddist hérna á Hraunhálsi í vor. Samt vorum við með móflekkóttan Skrautason í fyrravetur en hann gaf bara svart, svartflekkótt og að sjálfsögðu hvítt ( hann átti  ekki þessa móflekkóttu gimbur) en svona er nú (mórauðu) gæðunum misskipt Þar sem Gunnar parar  saman svartan hrút og svarta kind og fær mórautt lamb en þar hafa báðir foreldrar verið með dulin erfðavísir fyrir mórauðu samkvæmt fræðunum ef ég skil þau rétt. (Duldu mórauðu erfðavísarnir í okkar ám eru greinilega mjög duldiremoticon )
Snúum okkur nú aftur að Handbók bænda í þetta skipti er það grein sem er á bls. 322 árgangi 1969 og heitir " Mikil eftirspurn eftir mórauðri ull."  hana skrifar Stefán Aðalsteinson.
En þar segir hann að reglurnar um erfðir mórauða litarins sé einfaldar að mórauði liturinn sé víkjandi fyrir öllum litum nema tvílit. Að mórauð kind hafi aldrei dulda erfðavísa fyrir hvítu, gráu, golsóttu, botnóttu eða svörtu og skipti þar engu máli, út af hvernig litum foreldrum hún sé komin.

Ef notaður er mórauður hrútur á mórauðar ær kemur aldrei fram annar litur en mórautt, samt geti skotið upp móflekkóttu ef báðir foreldrar eru með dulda erfðavísa fyrir tvílit. Því sé fljótlegasta leiðin til að fjölga mórauðu kindunum að nota Mórauðan hrút á mórauðu ærnar. Eins sé hægt að fá fram mórautt hjá ám af öðrum litum sem eru með dulin erfðavísir fyrir mórauðu, en þær sé oft hægt að þekkja á því að þær eru annað hvort undan mórauðu í aðra ættina eða hafi gefið mórauð lömb áður.

Ef mórauður hrútur er notaður á svartar ær með dulin mórauðan lit gefa þær til helminga svört og mórauð lömb
Á móti grámórauðum ám gefur mórauði hrúturinn oftast til helminga grámórauð og mórauð lömb.
En fremur segir Stefán að ær af öðrum litum sem eru samt með dulda erfðavísa fyrir mórauðu gefi oft ekki nema um fjórða hluta lambanna mórauðan. Hann telur  það tilgangslítið að nota mórauðan hrút á hvíta ær af handahófi, segir að úr því fáist svo til eingöngu hvít lömb en sum svört, grá, golsótt eða botnótt og það sé hrein hending að fá fram hreinmórauð lömb.

Þá er bara að verða sér út um mórauðan hrút ef þetta á að ganga eitthvað.

Flettingar í dag: 834
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156252
Samtals gestir: 22671
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 17:16:55