Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

16.11.2010 15:18

Sæðingar

Nú er búið að úthluta okkur sæðisdögum sem eru 3,,4. og 16.,17.,18.,19. des 16. er aðaldagurinn og eigum við að njóta forgangs þá. Sæðið verður sent í Hraunháls þessa daga, svo eru 1.,2. og 20.,21. frjálsir en þá daga þurfa menn að sækja sæðið sjálfir á stöðina. Vona ég að félagsmenn verði duglegir að sæða og munið að félagið borgar 50% í sædda á. Nú er hrútaskráin að koma út og menn farnir að velja hrúta, þá vil ég benda mönnum á að það er ekki sjálfgefið að við höfum sæðingastöð í bakgarðinum okkar ( Borgarnesi) og vona að menn versli frekar í heimabyggð. Hrútarnir að sunnan koma að ári. Félagsmenn sem hafa sæðingaréttindi eru Helga og Steini á Hvarfi, Eiríkur á Hólatúni, Eyberg í Hraunhálsi og Brynjar í Bjarnarhöfn, það er öruggt að einhver að þeim er tilbúinn að hjálpa til við sæðingar.
Flettingar í dag: 749
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156167
Samtals gestir: 22665
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:58:14