Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

28.11.2009 11:32

Smáhamrar

Þriðjudaginn 23. nóvember  fórum við Lauga og Eyberg á Hraunhálsi, Hreinn á Bersergseyri og Eiríkur norður á Strandir að hitta Smáhamrabændur. Björn tók á móti okkur og bauð til stofu, eftir gómsætt hangiket var hrútaskráin tekin fram og öllum hrútunum gerð góð skil. Eftir langt og gott spjall bauð Guðbrandur okkur í fjárhúsin  AUÐVITAÐ ! hann var komin með allt féð inn og búinn að taka af, þá er líka gott og gaman að skoða gripina, það var þuklað á öllum hrútunum og þótti mönnum þeir mjög hold þéttir og sér í lagi þótti okkur nokkrir með afbrigðum læra góðir, við tókum ekki á gimbrunum en þær eru þroska miklar og fallegar. Þegar við vorum búinn að ganga fram og aftur jöturnar til að skoða féð, var farið í kaffi og pönnukökur hjá Möttu og farið yfir það sem sem við höfðum séð í fjárhúsunum og aðeins spjallað um hrútaskrána, núna var komin tími til heimferðar því kúabændur vilja mjólka á réttum tíma við fórum nýja veginn um Þröskulda. Það er innan við tveggja tíma akstur úr Helgafellssveit. Takk kærlega fyrir okkur.
Myndir úr ferðinni eru í myndaalbúmi undir menningar ferðir. 
Flettingar í dag: 662
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156080
Samtals gestir: 22654
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 13:41:31