Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

22.03.2009 10:24

Menningarferð 2009 á Vatnsnes

Laugardaginn 21. mars fór félag sauðfjárbænda á Snæfellsnesi í menningarferð norður á Vatnsnes, farið var með rútu frá Sæmundi og keyrði hann sjálfur, farið var frá vegamótum og haldið norður yfir Holtavörðuheiði, fyrsta stopp var Staðarskáli og þaðan haldið að Hvammstanga og sláturhúsið skoðað undir góðri leiðsögn Magnúsar sláturhússtjóra, þar var okkur boðið í mat auðvitað lambakjöt sem var mjög gott og vildu nokkrir meina að þeir könnuðust við kjötið, þar kom lika fararstjórinn Heimir Ágústsson hann fræddi okkur um alla bæi og sögustaði á Vatnsnesi, frá Hvammstanga var haldið að Sauðadalsá þar tók Þormóður bóndi á móti okkur á Sauðardalsá eru um 600 ær flestar kollótar og mjög vænar enda eitt afurðar mesta bú á landinu, eftir góðar veitingar og spjall var haldið af stað og komið að Bergstöðum þar tóku bændurnir Benedikt og Sigrún á móti okkur, á Bergsstöðum eru um 500 ær allar hyrndar það var mjög gaman að sjá hrútastofninn meðal annars Ára sem er faðir Púka sem margir okkar sæddu með, þar voru líka 4 Kveikssynir og 3 lambhrútar undan Púka, allveg fannst mér frábært að koma að Bergsstöðum og sjá búskapinn sem er þeim hjónum til mikils sóma eftir kaffi veitingar og spjall var haldið áfram og komið að Saurbæ þar tók á móti okkur Baldur bóndi hann er nýbúinn að byggja fjárhús sem eru með gjafagrindum og voru þau skoðuð í bak og fyrir, sumir tóku líka upp málband, á Saurbæ eru um 600 ær og var einn gemlingurinn borin, eftir veitingar og spjall var haldið áfram og komið að Böðvarshólum þar búa þau Konráð og Ragna með 600 ær þau eru búinn að byggja ný fjárhús og voru þau skoðuð, eftir veitingar og spjall, var tekinn hóp mynd og síðan haldið heim þetta var frábær ferð vel skipulögð og góð fararstjórn.
Ég set fleiri myndir inn þegar að ég er búinn að flokka þær.
 
Flettingar í dag: 707
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156125
Samtals gestir: 22663
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:15:39