Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2014 Ágúst

05.08.2014 10:18

Meistaramót í hrútaþukli 2014

Íslandsmót í hrútadómum

 laugardaginn 16. ágúst

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramót í hrútadómum, sem verður haldið laugardaginn 16. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.


Félagar nú er bara að sækja hrútana og byrja að æfa sigemoticon
og mæta svo og spreyta sig svolítið á strandahrútunumemoticon

03.08.2014 15:57

Hjallsey

Hjallsey er önnur tveggja smáeyja rétt utan við höfnina í Stykkishólmi.
Hér voru settar tvær kindur um mánaðamótin júní/júlí.
Kindurnar báru 15. og 20. Júní.
Myndir teknar 20. Júlí

Hvönnin hér er greinilega vinsælust.


Ærin hér á myndinni fyrir ofan heitir Lotta og er dóttir
 Gaurs frá Bergsstöðum,Vatnsnesi.
Hún er veturgömul og bar einu hrútlambi í sumar.


Lömbin hjá tvílembunni eru undan Jökli og gemlingslambið undan Maska.


Það er kanski í lagi að koma nær ef brauð er í boði


Ærin heitir Kráka dóttir Kveiks frá Hesti


Séð út í Landey


Séð yfir í Stakksey


Stykkishólmur













01.08.2014 12:47

Lömb undan Jökli


Hrútur og gimbur undan Jökli, fæddust í vor,en kindin var sónuð með eitt.
Hrúturinn hvítur fæddist fyrst og svo kom laumufarþeginn, svört gimbur
sem sást ekki þegar hún fæddist, hafði skotist út í dimmt horn
 og kindin vissi sjálf ekkert um, en svo heyrðist lítið vein.


Flettingar í dag: 707
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156125
Samtals gestir: 22663
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 15:15:39