Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2012 Ágúst

01.08.2012 21:22

Frá Hraunhálsi

    Þó maður hafi nú ofurtrú á sínum eigin hrútum emoticon  þá eiga nú aðrir bændur góða hrúta líka.
Því ákváðum við Kristín að fara í byrjun fengitíðar með nokkrar kindur út á Berserkseyri.
Hérna fyrir neðan er mynd af Apríl hennar Kristínar með tvær gimbrar undan Vafa 09-510 en hann er sonur Þróttar 04-991 Vafi var í afkvæmarannsókn á Hjarðarfelli í vetur og á hann örugglega eftir að standa sig vel þar enda er hann sjálfur glæsilegur gripur og hefur verið að gefa mikið af flottum lömbum  og er óskildur Kveik og Rafti sem er mikill kostur, Hef trú á að margir séu að fara að lenda í vandræðum með þann skildleika í hyrntastofninum það stefnir allavega í það hér á bæ.


Apríl Úlfsdóttir með Vafadætturnar sínar.


Þarna er eitt af þremur lömbum undan Litla-Klett 11-506 og Speki. Litli -Klettur er frá Smáhömrum, feikilega flottur hrútur en faðir hans er Sigurfari 09-860. Hin lömbin voru nú ekki svona illilega gul eins og þessi, virkilega spennandi lömb og það verðu gaman að sjá hvernig þau verða í haust.


Þarna er svo höfuðverkur vorsins Sýsla og lömbin hennar en eins og sést á myndinni þá verður hrúturinn hyrntur og er ekki frá því að gimbrin verði það líka. Þessi lömb áttu nefnilega  að vera undan Litla-Klett. Er mikið búin að velta fyrir mér hvað hafi farið úrskeiðis þarna. Hvort að faðirinn sé hrúturinn sem ég leitaði með en það getur ekki verið þar sem hyrntu lambhrútarnir okkar hefðu aldrei gefið alhvítt lamb eins og gimbrin er. En  þegar við Kristín vorum að bjástra við að koma kindunum upp í kerruna þá misstum við Sýslu ( það var ný búið að taka af þeim og ekkert tak á þessum kollóttu.) og hún hvarf eitthvað út í myrkrið en kom nú fljótt aftur enda var talsverður snjór og henni ekkert litist á þetta, ja hver veit það hefur kannski verið einhver hulduhrútur á ferðinni þarna í náttmyrkrinu he he.   Mér þykir reyndar líklegra að Vafi eigi þessi lömb, við sennilega litið af honum augnablik og þá hafi  hann  verið  snöggur að nota tækifærið. En það er nú það skemmtilega við sauðfjárræktina að það kemur manni alltaf eitthvað á óvart.
Flettingar í dag: 795
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156213
Samtals gestir: 22670
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 16:49:48