Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2009 Mars

06.03.2009 11:18

Aðalfundur

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis var haldinn fimmtudaginn 5. mars, mættu 20 félagsmenn og gestir, þar á meðal voru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus Birgisson og Anton Torfi Bergsson. Jón Viðar talaði um vanhöld lamba um sauðburð og fósturlát í gemlingum, Lárus fór yfir sæðingar og skýrsluhald, Torfi sá um tölvu málin og  fóru þeir allir lauslega í gegnum fjárvís.is, þetta var góður og gagnlegur fundur, þökkum við Búnaðarsamtökunum og  þeim öllum kærlega fyrir. 
fleiri myndir undir félagsstarf


05.03.2009 14:14

Fundargerðir

Setti inn þær aðalfundargerðir sem til voru á tölvutækuformi og eru þær undir flokknum fundargerðir.Gekk misvel að hemja textan sérstaklega í vísunum hans Símonar, reyni að laga það seinna. Sjáumst svo öll á aðalfundinum
kveðja ritari

03.03.2009 13:44

Aðalfundur

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis
verður á Fimmtudagskvöldið 5. marz klukkan 20,30
í Grunnskólanum í Stykkishólmi.



Dagskrá aðalfundar


.
1. Fundarsetning
2. Skýrsla formanns.
3. Reikningar félagsins
4. Inntaka nýrra félaga
5. Erindi gesta Lárusar G Birgissonar, Jóns Viðars Jónmundssonar og Antons Torfa Bergssonar
6. Umræður og kaffi
7. Kosningar
8. Önnur mál

01.03.2009 13:58

Fróðleiksmoli

Minnisskrá Marz.
1. Í þessum mánuði fara ýmsar sáðvörur, áburður og aðrar rekstrarvörur að berast að, og þarf þá að fylgjast vel með því , hvað kemur og hvað vantar.
2. Varahlutir sem pantaðir hafa verið til endurbóta á eldri vélum eru nú settir í þær, og vélarnar settar saman, eftir því sem föng eru á, fullhreinsaðar og búnar undir notkun. Er einkum áríðandi að draga ekki lengur að setja í stand jarðvinnsluvélarnar, skerpa plóga og herfi og s. frv.
3. Nú má ekki dragast lengur, ef færi er til, að aka burt úr flögum grjóti, sem losað hefur verið og tínt saman að haustinu.
4. Nú er þörf að gæta þess betur en áður, að fóðrun fjárins og hirðing sé sem misfellalausust.
5. Taka verður útigangshross, sem farin eru að leggja mikið af, og higla þeim.
6. Þeir sem hafa í hyggju að ala upp plöntur að garðjurtum, sem snemma þarf að sá til, og síðar á að planta út í garðinn geta farið að undirbúa það í þessum mánuði, þeir geta til dæmis smíðað glugga fyrir vermireiti eða sólreiti og blandað mold til að sá í. Gluggarnir geta verið um 120cm á lengd 100cm á breidd skipt að endilöngu með einum eða tveimur langpóstum, en engir þverpóstar. Í þá má nota allskonar afskurðar og úrgangsgler, skulu rúðupartarnir allir skaraðir eins, þegar þeir eru settir í. Mold til að sá í má gera úr góðri garðmold, blandaðri dálitlu af rofamold og safnhagamold og vel fúnum búfjáráburði. Þetta þarf að myljast vel, blandast og sigtast. Síðan er þetta blandað ¼ -½ af fín sigtuðum sandi, áður en sáð er í moldina.
7. Útsæðiskassar þurfa eftirlits, og endurnýjunar með.
8. Nú fer brátt að vora, og er þá mikils um vert að fylgjast vel með því, hvar hætta getur stafað af vatnsrensli og uppistöðu vatns á ræktuðu landi og gera ráðstafanir til varnar,ef unnt er.

01.03.2009 13:16

Fróðleiksmoli

Minnisskrá Febrúar

1. Nú þarf að gefa fénu inn ormalyf í síðara sinn
2. Það þarf að panta lambablóðsóttarbóluefni eða lambaserma fyrir vorið
3. Nú má ekki draga það að koma á framfæri pöntunum á þeim ýmiss konar reksstrarvörum, sem áður voru taldar. (Sjá minnisskrá janúar,8 gr.)
4. Nú lengir daginn óðum, og verður þá hægara um vik með að hefja viðgerðir á vélum, verkfærum, smíðar á amboðum og fleiru.
5. Nú er hentugt ef húsrúm leyfir það, að steypa steina til þess að byggja úr, í farg á votheysgrifjur og s. frv.
6. Ef akfæri er gott, þá á að nota það til ýmiss konar flutninga, t.d. til aðdrátta á byggingarefni möl og sandi, og heyjum sem borinn hafa verið upp fjarri bæ að sumrinu. Þá er og ágætt að nota þennan tíma til þess að aka mykju á tún eða í flög, sem fjærst eru haugnum. Mykjuna má setja í hauga og bera þá vel upp, er þeim svo síðar ekið út um túnið eða í flögin, þegar tíð leyfir.
7. Ekki má gleyma að fylgjast með heybirgðum, fóðrun búpenings og holdafari útigangshesta.
8. Frost er oft mest um þetta leyti vetrar. Verður að gæta þess, þar sem vothey er gefið að gefa það ekki frosið,en votheyið frýs ekki fyrr enkomið er nokkura stiga frost, svo að það getur verið ónotarlega kalt, þótt ófreðið sé. Ætti því í kuldatíð að taka votheyið inn í hlýindi nokkru áður en það er gefið. Hafa skal gát á hitastigi í grænmetisgeimslum ,að það fari ekki undir frostmark.
9. Forsjáll bóndi sem verður að ráða til sín kaupafólk til vor og sumarverka, fer að leita fyrir sér hvar hann getur tryggt sér gott sumarfólk.
10. Gætið þess að óþrif séu ekki á nautgripum, og klippið klaufir kúnna ef þær hafa vaxið óeðlilega.
11. Samanber 9.lið í janúarmánuði.
Flettingar í dag: 672
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156090
Samtals gestir: 22657
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 14:48:37