Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

Færslur: 2009 Febrúar

15.02.2009 21:46

Fósturtalning

Guðbrandur kom 10. febrúar og taldi lömbin í ánnum hjá okkur. Hér á eftir koma til gamans og fróðleiks nokkrar tölulegar upplýsingar varðandi dætur nokkurra sæðinga hrúta. Það eru alltaf einhverjar skekkjur í talninguni en oftast koma fleiri lömb en færri.
Talið var í 19 gemlingum, 2 eru sennilega geldir,9 einlembdir og 8 tvílembdir.
Örvarsdóttirin er tvílembd, af þremur dætrum Papa eru 2 tvílembdar, af þremur dætrum Grána eru 2 tvílembdar.
Af 19 tvævetlum var 1 einlembd og 3 þrílembdar. Báðar dætur Spaks (frá Broddanesi) eru tvílembdar, þrjár dætur Kveiks eru allar tvílembdar, Mangódóttirin er tvílembd en Sómadóttirin er þrílembd og af fimm dætrum Mána eru 4 tvílembdar og 1 þrílembd emoticon hver er svo að tala um lélega frjósemi hjá Mána þær voru allar tvílembdar nema ein í fyrra.
Svo eru hérna nokkra niðurstöður um eldri ærnar, af tveimur dætrum Hækils er önnur tvílembd en hin einlembd, Ormsdóttirin er þrílembd (átti hann ekki líka að gefa laka frjósemiemoticon )
Af tveimur dætrum Eldars er önnur þrílembd en hin tvílembd þær voru báðar þrílembdar í fyrra (held að Eldar hafi verið misskilin hrútur og alltof lítið notaður ). Af þremur dætrum Hnokka er 1 einlembd 1 tvílembd og 1 þrílembd annars hafa þær verið mjög frjósamar allar einhvertíman verið þrílembdar og ein alltaf þetta eru stórar og myndalegar kindur.
Einu Frosta, Spaks,Stapa, Dreitils, Arfa, og Sekks-dæturnar eru tvílembdar. Kostsdóttirin er þrílembd eins og vanalega dætur Haga og Erps eiga svo báðar að vera þrílembdar.
Eins og sjá má var ég  að læra á þessa blikk kalla emoticon 
Vil svo endilega hvetja ykkur til að skrifa á síðuna setja inn myndir og skrifa álit emoticon

14.02.2009 11:46

Smalahundar

Um miðjan janúar var haldið smalahundanámskeið að Dalsmynni og fóru þeir Aðalgeir Bjarki Þorsteinsson og Óskar Hjartarson á það, en þeir eru ný búnir að fá sér Border Collie hvolpa sem við vonum að verði góðir smalahundar,  ekki veitir nú  af í botnunum. 


Hér á myndinni eru þeir félagar að fá hjálp frá eðal smölunum Þorsteini og Tý frá Kverná, þeir láta gamla hundinn kenna rollunum að hlýða hundinum áður en þeir hleypa hvolpunum í þær.


Hér er svo hvolpurinn Hrói kominn, en hann er í eigu þeirra bræðra Geira og Jónasar 


Þetta eru Hólatúns mæðginin Tryggur og Lýsa

09.02.2009 18:57

Námskeið

Fyrirhugað er að halda námskeið í rúningi ef næg þátttaka næst.
Námskeiðið verður haldið í Helgafellssveit, leiðbeinandi Guðmundur Hallgrímsson. 
Nánari upplýsingar gefur Óskar Hjartarson s: 8670753 / 8471503








05.02.2009 20:07

Skemmdarvargur

Nú er síldarkvótinn að verða búinn og við hættum að sjá stóru skipin í fjöruborðinu hjá okkur, það er búið að vera mikið af dauðri síld í fjörunum í vetur, sem hefur laðað að hrafna, og koma þeir í birtingu í stórum flokkum til að fá sér síld, en þeir þurfa líka að leika sér og þá eru nálægar rúllustæður freistandi, hrafninn gatar rúllurnar og leikur sér að því að draga grasið út. Nokkrir bændur hafa lent í þó nokkru tjóni vegna þessarra áráttu hjá hrafninum.

Júpiter í landhelgi
Það var net yfir þessari
Þessi rúlla er illa farin



01.02.2009 10:52

Eyjafé

Í logninu í dag fara bændur út í eyjar til að líta eftir fé því sem haft er í eyjum yfir veturinn, en nokkrir félagar hafa kindur í eyjum. Það er farið með þær í október og þær sóttar um miðjan mars, farið er með hrútana eftir 20 des, það ræðst þó af veðri. Fé það sem er í eyjum yfir fengitíð er sagt  frjósamara en í landi, er það sennilega vegna fjörunnar því þar fellur gróður seinna. Eyjarnar sem hýsa fé, þurfa að hafa gott skjól, vatn og góða fjöru, í mörgum  eru hús. Í innannverðum Breiðarfirði eru margar góðar beitar eyjar sem eru notaðar fyrir vetrarbeit.








Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 155900
Samtals gestir: 22646
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 12:05:30