Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

22.09.2015 12:29

Lambahjörtu með paprikusósu

Þar sem sauðkindin hefur alla tíð átt hug minn allan,
sama hvort það er vinna með ullina, maturinn eða á fæti,
sem ég var svo heppin að fá tækifæri að upplifa, 
get ég endalaust dásamað hana og reynt að koma því frá mér. 
Þar sem hauststörf eru að hefjast eða hafin,
 þá fellur nú ýmislegt til eins og lambahjörtu,
sem eru líka að koma í búðir sá ég nú fyrir stuttu.
 Ódýr herramansmatur.
Verð að deila þessari fínu uppskrift af svona góðgæti.
Uppskriftina sá ég í Gestgjafanum fyrir einhverjum árum síðan og hef notað mikið.
 
Lambahjörtu með paprikusósu.
 
 
800 gr. lambahjörtu
salt
nýmalaður svartur pipar
2 msk. olía
2 beikonsneiðar, skornar í bita
1 rauð paprika, skorin í bita
4 dl vatn
1 dl rjómi
1 tsk. nautakraftur
1 krukka grilluð paprika, safi sigtaður frá
sósujafnari
 
Skerið hjörtu til helminga og hvern helming í 7-8 lengjur.
 Skerið himnur og fitu frá.
 Kryddið hjörtun með salti og pipar og látið krauma á vel heitri pönnu í 2 mín. 
 Bætið beikoni og paprikubitum á pönnuna og látið krauma í 1 mín.
 Stráið þá paprikudufti yfir og látið krauma í 30 sek. til viðbótar.
 Bætið vatni og nautakrafti á pönnuna og látið malla við vægan hita í 1 klst.
 Hellið rjóma og grillaðri papriku á pönnuna og þykkið með sósujafnara. 
 Berið fram með kartöflumús og salati.
 
heartheartheartheart
 
Verði ykkur að góðu.
 
 
Flettingar í dag: 1441
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 156859
Samtals gestir: 22691
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 23:00:51