Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis

Félag með metnað

Um:

Formaður: Lára Björg Björgvinsdóttir Ritari: Valdimar Kúld Björnsson Gjaldkeri: Guðrún K. Reynisdóttir Umsjón með heimasíðu: Sumarliði Ásgeirsson Ferðanefnd: Þorsteinn Kúld Björnsson og Gunnar Jónsson Fræðslufulltrúi: Harpa Björk Eiríksdóttir Reikn. Sauðfjárræktarfél. 0309-13-300141 Kt.150657-5639 Hrútafélagið Jökull 0309-13-300140 Kt.150657-5639

Tenglar

03.04.2012 17:27

Frá Hólmaseli

Kristín Benediktsdóttir er ein af fimm nýju félögum sem komu í félagið á aðalfundi 2011 og er hér smá  kynning á hennar högum í Hólmaseli, Nýræktinni í Stykkishólmi.
Kristín er með 11 fullorðnar ær og tvö lömb setti hún á s.l. haust.
Ræktunarstefna kristínar er að eiga ekki hvítt fé.
Hænsnarækt er mikil í Hólmaseli og eru þar þrjár gerðir af hænum en það eru að sjálfsögðu landnámshænur og svo er stofn sem heitir Brúnar Landmann hænur og kínverskar silkihænur, endur hafa líka sést á vappi um bæinn.
1 hundur er á bænum sem er svört labrador tík sem heitir Lukka mjög ung.
Og ræktun á matjurtum ekki má gleyma því þar sem stór matjurtagarður er á milli Hólmasels og Holtasels.

Kristín tók þátt í fósturvísatalningunni með okkur og var svona ljómandi góð útkoma hjá henni, en það voru 3 þrílembdar og 8 tvílembdar og gemlingar hafðir geldir.
Tvær ær voru sæddar, það eru ær af forystukyni, önnur fékk með 08-863 Jóakim en hin með 05-827 Karl Philip en því miður var það ekki að ganga því hvorug hélt.

Það er samt gaman að segja frá því að önnur forystuærin er undan 05-827 Karl Philip  og heitir hún Meyja og hér er mynd af henni Meyjunni, ekki svo ólík karli föður sínum.
Það var gaman að fylgjast með henni lítilli með mömmu sinni því þær mæðgur voru hafðar heima það sumar því mamma hennar varð alveg blind um veturinn, en hafði verið blind á öðru auganu en hitt fór líka.

Ég er búin að búa til nýtt albúm fyrir Hólmasel undir flokk sem heitir félagsmenn.
en styttum okkur leið í albúm
Sjá myndir hér



02.04.2012 17:00

Aðalfundur

Aðalfundur sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis verður 2 apríl kl. 20:30 í verkalýðshúsinu við Aðalgötu.
Hefðbundin aðalfundarstörf.

Stjórnin

 

02.03.2012 16:49

60 ára afmæli.


Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar og nágrennis
er 60 ára






Stofnað 2 mars 1952


01.03.2012 18:19

Stórafmæli ?






2 mars 1952

Hvað gerðist þá ?

27.02.2012 18:05

Yfirlitsskýrsla 2011.


Afurðaskýrsla 2011
Eldri ær og veturgamlar.



Yfirlit hér




Flettingar í dag: 118
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 141219
Samtals gestir: 20535
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 08:55:59